No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2015, þriðjudaginn 27. október, var haldinn 162. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.17. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Jóna Björg Sætran, Magnús Már Guðmundsson, Hildur Sverrisdóttir, Sabine Leskopf, Þórlaug Ágústsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um opinn fund mannréttindaráðs sem haldinn verður 10. desember í Iðnó. Ákveðið var að yfirskrift fundar verði: Konur og margþætt mismunum. R15100360
2. Lagt fram svar frá mannauðskrifstofu dags. 21.09.2015 við fyrirspurn frá fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina varðandi atvinnu- og innflytjendamál. R15080052
3. Fram fer umræða um landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn var á Egilsstöðum 9. október sl.
Líf Magneudóttir kynnti.
4. Fram fer umræða um úrskurð Persónuverndar varðandi notkun og miðlun á persónuupplýsingum í vefkerfinu Mentor.
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og Teitur Skúlason lögfræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið og svöruðu fyrirspurnum.
5. Ef fjölmiðlar hafa samband. Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur. Bæklingur frá Rótinni, styrktur af mannréttindaráði kynntur.
Kristín I. Pálsdóttir og Gunnhildur Bragadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð þakkar Rótinni og forsvarskonum hennar fyrir kynningu á starfsemi félagsins og fagnar útgáfu bæklingsins Ef fjölmiðlar hafa samband sem Reykjavíkurborg styrkti. Það er mikilvægt að stjórnvöld bjóði fjölbreytt úrræði fyrir bæði konur og karla sem glíma við fíknivanda og taki tillit til þeirra félagslegu þátta og áfalla sem kunna að skipta máli fyrir árangur meðferðaúrræðanna og tryggja að fagaðilar komi að meðferðum.
Fundi slitið kl. 13.59
Líf Magneudóttir
Magnús Sigurbjörnsson Hildur Sverrisdóttir
Sabine Leskopf Jóna Björg Sætran
Diljá Ámundadóttir Magnús Már Guðmundsson