Mannréttindaráð - Fundur nr. 161

Mannréttindaráð

Ár 2015, þriðjudaginn 13. október, var haldinn 161. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Jóna Björg Sætran, Magnús Már Guðmundsson, Sabine Leskopf, Þórlaug Ágústsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á Frú Ragnheiði – skaðaminnkun. 

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir og Svala Jóhannesdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram eftirfarandi bókun:

Mannréttindaráð þakkar Helgu Sif Friðjónsdóttur og Svölu Jóhannesdóttur fyrir kynningu á verkefnum Frú Ragnheiðar sem hafa það að markmiði að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa með einföldum en mikilvægum úrræðum. Hugmyndafræði skaðaminnkunnar er að ryðja sér til rúms á Íslandi og ættu stjórnvöld að innleiða slíka nálgun í meira mæli enda byggir hún á lýðheilsusjónarmiðum. Skaðaminnkun miðar að því að efla heilsu fólks og tryggja mannréttindi hópa sem standa höllum fæti og eru á jaðri samfélagsins oft vegna áhættuhegðunar. Stjórnvöld þurfa að samþætta betur meðferðarumhverfi og bjóða upp á fjölbreyttar meðferðarleiðir enda á nærþjónusta fólks að miða að þörfum þess en ekki hugmyndum stjórnvalda um einsleitni tiltekinna hópa. Mannréttindaráð hvetur ríki og sveitarstjórnir til að hefja samtal um skaðaminnkun og úrræði tengdum hugmyndafræði skaðaminnkunnar sem lýtur bæði að verkferlum og framkvæmd og miða að því að samþætta hina ýmsu þjónustu sem tengist lýðheilsu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina þakka Helgu Sif Friðjónsdóttur og Svölu Jóhannesdóttur fyrir kynningu á verkefnum frú Ragnheiðar sem hafa það að markmiði að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa með einföldum en mikilvægum úrræðum. Mikilvægt er að bjóða upp á fjölbreyttar aðferðarleiðir og nærþjónustu eftir því sem kostur er. 

2. Réttindagæsla fatlaðs fólks. 

Kristjana Sigmundsdóttir og Auður Finnbogadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Mannréttindaráð þakkar Kristjönu Sigmundsdóttur og Auði Finnbogadóttur, réttindagæslumönnum fatlaðs fólks í Reykjavík, fyrir kynningu á fjölbreyttum verkefnum þeirra. Samtal mannréttindaráðs og réttindagæslumanna fatlaðs  fólks er mikilvægur liður í því að bæta hvers kyns þjónustu og úrræði sem snýr að fötluðu fólki.

3. Svar frá mannauðsskrifstofu við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina frá 27.05.2015 lagt fram. R15040150.

4. Intercultural Cities – fundur í Lissabon í september. Anna Kristinsdóttir kynnir.

5. Hælisleitendur á Íslandi – Staðan í dag, hvað er framundan?

Edda Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 14.14

Líf Magneudóttir

Magnús Sigurbjörnsson Jóna Björg Sætran

Sabine Leskopf Magnús Már Guðmundsson

Diljá Ámundadóttir