Mannréttindaráð - Fundur nr. 160

Mannréttindaráð

Ár 2015, þriðjudaginn 22. september var haldinn 160. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Jóna Björg Sætran, Magnús Már Guðmundsson, Sabine Leskopf, Katla Hólm, Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fór kynning á stöðu aðgerðaráætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015, varðandi kynbundinn launamun. Einnig er kynnt greining Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands um kynbundinn launamun hjá Reykjavíkurborg árin 2013 og 2014, dags. í september 2015. R15090073

Ragnhildur Ísaksdóttir og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Greining á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg milli 2013 og 2014 leiðir í ljós að breytingar sem gerðar hafa verið á launaumgjörð borgarinnar hafa að mestu verið jákvæðar. Líklegt má telja að endurskoðun starfsmats og aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til á undanförnu ári dragi enn frekar úr óútskýrðum launamun kynjanna hjá borginni. Mannréttindaráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur og áréttar að kynbundinn launamunur er ein af mörgum birtingarmyndum kynbundins misréttis í samfélaginu og nauðsynlegt er að bregðast við á öllum sviðum, eigi árangur að nást.

- Kl.12.21 tekur Diljá Ámundadóttir sæti á fundinum.

2. Fram fór kynning á aðgerðaáætlun í jafnréttismálum 2015-2019. Halldóra Gunnarsdóttir og Arnþrúður Ingólfsdóttir kynntu. R15060075

- Kl.13.05 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.

Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Mannréttindaráð þakkar Halldóru Gunnarsdóttur sérfræðingi og starfsfólki mannréttindaskrifstofu fyrir vel unna og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í jafnréttismálum fyrir 2015-2019 og vísar jafnréttisáætluninni til borgarráðs.

3. Lögð fram umsögn mannréttindaráðs við skýrslu starfshóps um þjónustuveitingu fyrir Reykjavíkurborg. R15010279.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 10.09.2015 ásamt tillögum mannréttindaskrifstofu vegna áskorunar  Rauða krossins Vertu næs, sem samþykktar voru í borgarráði 17.09.2015. R15090034 

5. Fram fór útdráttur  vegna jafnréttisúttektar á meðal íþróttafélaga. Þau félög sem dregin voru: Þróttur, Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Fjölnir. 

Fundi slitið kl. 13:45

Líf Magneudóttir

Magnús Sigurbjörnsson Hildur Sverrisdóttir

Sabine Leskopf Jóna Björg Sætran

Diljá Ámundadóttir Magnús Már Guðmundsson