Mannréttindaráð - Fundur nr. 15

Mannréttindaráð

Ár 2008, 13. nóvember kl. 12.10 var haldinn 15. fundur mannréttindaráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir formaður, Salvör Gissurardóttir, Björn Gíslason, Zakaria Elias Anbari, Jóhann Björnsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Falasteen Abu Libdeh og Ásta Þorleifsdóttir áheyrnarfulltrúi. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Opinn fundur mannréttindaráðs í tilefni 60 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.
Samþykkt að halda opin morgunverðarfund þann 10.desember n.k. Formanni falið í samstarfi við fulltrúa minnihlutans að ákvarða efni fundarins.

2. Verkefni um sjálfboðastarf-styrkbeiðni.
Formaður lagði til að mannréttindaráð veitti kr. 220.000 í styrk til verkefnisins. Samþykkt.

3. Lífsborg gegn dauðarefsingum kynnt.
Mannréttindastjóra falið að athuga hvort mögulegt sé að lýsa upp eina byggingu í hverju hverfi borgarinnar ásamt Ráðhúsi Reykjavíkur.

4. Starfsmannamál á mannréttindaskrifstofu.
Mannréttindaráð fagnar ráðningu nýrra starfsmanna á mannréttindaskrifstofu.

5. Lögð fram ósk um styrk frá Jafnréttisstofu vegna útgáfu jafnréttisdagatals í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið.
Erindinu hafnað að þessu sinni en Jafnréttisstofu bent á að sækja um á hefðbundnum umsóknartíma styrkja ráðsins.

6. Starfshópur um fjölmenningardag kynnti niðurstöður sínar.
Niðurstöðurnar samþykktar.

7. Kynning á rannsókn Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur: jafnréttisumræða á tímamótum – kyn og margbreytileiki.

8. Fyrirspurn frá fulltrúa F- lista í Mannréttindaráði Reykjavíkur:

Nú er verið að vinna að gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar við erfiðar aðstæður. Í 3. mgr. 51. gr. samþykkta um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, nr. 638/2001 gert ráð fyrir samráði við borgarbúa á ýmsum sviðum við stefnumótun og ákvarðanatöku. Borgarstjóri skal árlega auglýsa eftir ábendingum við undirbúning að fjárhagsáætlunar og tillögum borgarbúa þar að lútandi. Skal borgarráð hafa þær til hliðsjónar við tillögugerð sína. Það er ljóst að betur sjá augu en auga og að samráð við borgarbúa getur verið mikilvægt við að gera öfluga áætlun á tíma niðurskurðar. Því hefur ekki verið auglýst eftir ábendingum og tillögum borgarbúa i samræmi við samþykktir borgarinnar?

Fundi slitið kl. 14.00

Marta Guðjónsdóttir

Salvör Gissurardóttir Jóhann Björnsson
Zakaria Elias Anbari Falasteen Abu Libdeh
Björn Gíslason Stefán Jóhann Stefánsson