Mannréttindaráð - Fundur nr. 159

Mannréttindaráð

Ár 2015, 8. september var haldinn 159. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Ragnar Hansson, Magnús Sigurbjörnsson, Jóna Björg Sætran, Sabine Leskopf, Þórlaug Ágústsdótttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fór kynning á rannsókn sem styrkt var af mannréttindaráði. Húsnæðisaðstæður pólskra innflytjenda á höfuðborgasvæðinu -  ástand og áskoranir Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður MIRRU, Miðstöð innflytjendarannsókna Reykjavíkur Akademíunni tók sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12.21 tók Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 12.25 tók Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.

Bókun mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð þakkar Dr. Hallfríði Þórarinsdóttur fyrir greinargóða kynningu á húsnæðisaðstæðum pólskra innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík, sem og landinu öllu, hefur frá aldamótum orðið gríðarleg aukning innflytjenda. Fjölgun innflytjenda hefur staðið skemur en verið mun hraðari á Íslandi en í nágrannalöndunum, en árið 2000 voru 2% landsmanna erlendir ríkisborgarar, en árið 2015 var hlutfallið komið upp i 10% en þar af eru 40% innflytjenda af pólskum uppruna. Nær alla fjölgun landsmanna má nú rekja til fjölgunar vegna fólksflutninga til landsins og því ljóst að koma þarf sérstaklega til móts við þennan stóra hóp sem nýtur lægri launa, óöryggis í húsnæðismálum og er líklegastur borgarbúa til að fá ekki atvinnu. Fram kom í kynningunni að þessi hópur er ekki nægjanlega vel upplýstur um réttindi sín í húsnæðismálum og þjónustu Reykjavíkur.

2. Fram fór kynning á leiðakerfisbreytingum í Reykjavík vegna alhliða samgöngumiðstöðvar á U-reit. Þorsteinn R.  Hermannsson og Kristín Soffía Jónsdóttir tóku sæti á fundinum undir þessum lið. (R13090041).  

Mannréttindaskrifstofu  er falið að gera drög að umsögn í framhaldi af umræðum ráðsins.

3. Fram fór kynning á skýrslu starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar. Óskar Jörgen Sandholt tók sæti á fundinum undir þessum lið. (R15010279). Mannréttindaskrifstofu er falið að gera drög að umsögn.

Fundi slitið kl. 14.05

Líf Magneudóttir

Magnús Sigurbjörnsson Sabine Leskopf

Hildur Sverrisdóttir Jóna Björg Sætran

Ragnar Hansson Magnús Már Guðmundsson