Mannréttindaráð
Ár 2015, 24. ágúst var haldinn 158. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.13.00. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Ragnar Hansson, Hildur Sverrisdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Jóna Björg Sætran, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram samþykkt fyrir ofbeldisvarnarnefnd ásamt tillögu forsætisnefndar, dags. 18. júní 2015 og bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík dags. 22. júní 2015. (R15060172).
2. Fram fór umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2016.
Sigurður Páll Óskarsson, fjármálastjóri Ráðhúss tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð var fram tillaga að rammaúthlutun (R15010253) og tillaga að yfirfærslu afgangs og taps milli 2015 og 2016 (R15010253).
3. Lögð fram drög að leiðakerfisbreytingum í Reykjavík vegna alhliða samgöngumiðstöðvar á U-reit. Óskað er eftir umsögn mannréttindaráðs fyrir 1. september 2015. (R13090041).
Samþykkt að óska eftir fresti á skilum á umsögn og fá kynningu á leiðarkerfisbreytum á fundi ráðsins 8. september.
Frestað.
4. Lögð fram skýrsla starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar til umsagnar mannréttindaráðs. Skila þarf umsögn fyrir 17. september 2015. (R15010279).
Frestað.
5. Rætt var um fyrirhugaðan starfsdag mannréttindaráðs og starfsáætlun í mannréttindamálum 2016. Ákveðið að halda starfsdag ráðsins þriðjudaginn 8. september.
6. Rætt var um Landsfund jafnréttisnefnda sem haldinn verður í Fljótsdalshéraði 8. og 9. október nk.
7. Lagt fram yfirlit funda mannréttindarráðs haustið 2015. (R15080044).
Fundi slitið kl. 13.39
Líf Magneudóttir
Magnús Sigurbjörnsson Sabine Leskopf
Jóna Björg Sætran Ragnar Hansson
Magnús Már Guðmundsson Hildur Sverrisdóttir