Mannréttindaráð
Ár 2015, 27. maí var haldinn 156. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.19. Fundinn sátu Líf Magneudóttur, Jóna Björg Sætran, Sabine Leskopf, Þórlaug Ágústsdóttir, Ragnar Hansson, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf frá borgarstjóra dags. 24.04.2015 - Tillaga um stofnun starfshóps um aukinn hlut karlkynskennara í grunnskólum borgarinnar. Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborga sat fundinn undir þessum lið. ( R15020146)
Mannréttindaráð felur mannréttindastjóra að afla gagna frá mannauðsskrifstofu um kynjahlutföll á starfstöðum og einnig skóla- og frístundasviði sem tengjast aðgerðum sem hefur verið farið í eða standa yfir vegna fjölgunar karlkynskennara í leik- og grunnskólum. Einnig er mannréttindastjóra falið að heyra í fulltrúum KÍ og menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kunna að hafa upplýsingar sem nýst geta í þessari samantekt.
- kl.12.24 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.
- kl.12.34 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.
2. Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar 2015. Jóna Vigdís Kristinsdóttir kynnti.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð þakkar kynningu á Fjölmenningardegi Reykjavíkur 2015. Fjölmenningardagurinn skipar mikilvægan sess í fjölbreyttu menningarlífi borgarbúa og það er sérlega ánægjulegt að sjá hversu þátttakan eykst jafnt og þétt og Fjölmenningardeginum vex fiskur um hrygg. Mannréttindaráð fagnar því starfi og framlagi sem þátttakendur Fjölmenningardagsins hafa lagt til að gera daginn eftirminnilegan og skemmtilegan.
3. Lagt fram bréf frá borgarstjóra, dags. 08.05.2015, Fagráð geri árlegan hættulista. (R15020146).
4. Verklag við Mannréttindaverðlaun Reykjavíkur. Mannréttindaráð leggur til að mannréttindastjóra verði falið að móta verklagsreglur og viðmið um úthlutun mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar.
5. Rætt var um fundi mannréttindaráðs sumarið 2015.
Fundi slitið kl. 13.41
Líf Magneudóttir
Sabine Leskopf Magnús Sigurbjörnsson
Ragnar Hanssson Jóna Björg Sætran
Magnús Már Guðmundsson Hildur Sverrisdóttir