Mannréttindaráð - Fundur nr. 155

Mannréttindaráð

Ár 2015, 12. maí var haldinn 155. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.45. Fundinn sátu Líf Magneudóttur, Jóna Björg Sætran, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Eva Lind Þuríðardóttir, Hildur Sverrisdóttir, Ragnar Hansson, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fjölmenningardagur 2014. Umræðu frestað til næsta fundar.

2. Teknar voru til afgreiðslu styrkumsóknir mannréttindaráðs og þær afgreiddar. 

Bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráði telur æskilegt að skoðað verði hvort ráð borgarinnar ættu að sammælast um verklagsreglur varðandi meðhöndlun styrkumsókna. Einnig er æskilegt að ráðin deili upplýsingum sín á milli um væntanlegar styrkveitingar þannig að ráðunum sé kunnugt um hvort önnur ráð hyggjast styrkja umsóknir sem þeim hafa einnig borist. 

- kl.14.23 víkur Líf Magneudóttir af fundi.

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði taka undir áhyggjur Framsóknar og flugvallarvina varðandi ógagnsæi í styrkveitingum á vegum Reykjavíkurborgar. Tekið er undir að endurskoða þurfi reglur varðandi allar styrkveitingar Reykjavíkurborgar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja æskilegt að í þeirri endurskoðun verði byrjað á að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að veita styrki af almannafé borgarinnar.

3. Ákveðið var að mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2015 hljóti Frú Ragnheiður – skaðaminnkun. Verðlaunafé er kr. 600.000,-

Fundi slitið kl. 14:44

Sabine Leskopf Magnús Sigurbjörnsson

Ragnar Hanssson Jóna Björg Sætran

Magnús Már Guðmundsson Hildur Sverrisdóttir