Mannréttindaráð - Fundur nr. 154

Mannréttindaráð

Ár 2015, 28. apríl var haldinn 154. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Laugalækjarskóla og hófst kl.12.20. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Margrét Norðdahl, Hildur Sverrisdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fulltrúar úr mannréttindaráði ungmenna Laugalækjarskóla kynna starf sitt fyrir mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.

Bókun mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð Reykjavíkur þakkar mannréttindaráði Laugalækjarskóla fyrir kynningu á sínu frábæra starfi. Verkefnið er aðdáunarvert og er ráðinu ljóst að vitundavakning meðal ungs fólks er mikilvægur hlekkur í mannréttindabaráttu á öllum sviðum samfélagsins. Mannréttindaráð Reykjavíkur hvetur kollega sína, fulltrúa Laugalækjarskóla, til áframhaldandi starfs og vonast til að störf þeirra verði öðrum skólum til fyrirmyndar og hvetji grunnskólanema í Reykjavík til að láta sig mannréttindi varða.

2. Skipun í dómnefnd mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2015. Í nefndinni munu sitja Bergsteinn Jónsson sem verður formaður og tilnefndur frá mannréttindaráði, Magnús Sigurbjörnsson  og Margrét Norðdahl.

3. Lagt fram bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík dags. 10.04.2015 varðandi reglur Reykjavíkurborgar um starfs- og stýrihópa. (R14080018)

4. Lagt fram bréf frá menningar- og ferðamálasviði, dags. 20. apríl sl., varðandi endurskoðun aðgerðaáætlunar menningarstefnu Reykjavíkurborgar. Mannréttindaskrifstofa mun skila umsögn til menningar- og ferðmálasviðs.

5. Fram fer umræða um fund fólksins sem haldinn verður í Norræna húsinu 11.-13. júní 2015. 

6. Fram fer umræða um fund mannréttindaráðs með grasrótarsamtökum sem áætlað er að haldinn verði næsta haust. Jóna Sætran kynnti vinnu undirbúningshópsins. Ákveðið að senda tillögu frá undirbúningshópnum til stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar til kynningar.

7. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í mannréttindaráði:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði leggja til að samstarfssamningur við Samtökin 78 verði endurnýjaður sem fyrst svo að fræðsla um samkynhneigð verði efld í grunnskólum borgarinnar. Samstarfssamningur við samtökin rann úr gildi og hefur ekki verið endurnýjaður. Það er bagalegt þar sem svo nauðsynleg mannréttindabarátta um einstaklingsfrelsi og gegn fordómum sé unnin ötullega innan grunnskólanna Reykjavíkur í samstarfi við fagaðila.

Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.

Fundi slitið kl. 13:45

Líf Magneudóttir

Margrét Norðdahl Magnús Sigurbjörnsson

Ragnar Hanssson Jóna Björg Sætran

Hildur Sverrisdóttir