Mannréttindaráð - Fundur nr. 153

Mannréttindaráð

Ár 2015, 14. apríl var haldinn 153. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Líf Magneudóttur, Jóna Björg Sætran, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Nýju Reykjavíkurhúsin. Lögð var fram áfangaskýrsla starfshóps dags. 23. mars. Undir þessum lið tóku sæti Ásgeir Westergren, Ebba Schram, Eyþóra Kristín Geirsdóttir, Ellý Alda Þorsteinsdóttir og Auðun Freyr Ingvarsson fulltrúar starfshópsins og kynntu vinnu 

sína og helstu niðurstöður. (13010108).

- kl.12.27 tók Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum.

- kl.12.30 tók Ragnar Hansson sæti á fundinum.

Bókun fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:

Mannréttindaráð þakkar starfshópi um Reykjavíkurhús fyrir kynningu á verkefninu um Nýju Reykjavíkurhúsin og blönduð íbúðahús í Reykjavík og því mikilvæga og metnaðarfulla starfi sem felst í þeim áformum. Mannréttindaráð fagnar sérstaklega áherslu á blöndun íbúa með aukinni áherslu á íbúalýðræði og búsetuöryggi fyrir breiðan hóp borgarbúa. 

Bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Ljóst er að lóðir í Vesturbugt eru með þeim verðmætustu í borgarlandinu. Framsókn og Flugvallarvinir telja að hagsmunum borgarbúa og þá sérstaklega þeim sem bíða eftir félagslegu húsnæði sé betur borgið ef Reykjavíkurborg selur lóðir í Vesturbugt á opnum markaði fremur en að ráðast í áhættusama og tímafreka framkvæmd. Þannig losar borgin um fjármagn sem nýta mætti með skjótum hætti til íbúðakaupa svo leysa megi vanda þeirra fjölmörgu borgarbúa sem beðið hafa lengi eftir félagslegu húsnæði. Ennfremur lýsa Framsókn og flugvallarvinir yfir efasemdum um kostnaðarmat vegna framkvæmdarinnar sem samkvæmt áfangaskýrslu er 359 þúsund krónur að meðaltali fyrir hvern fermetra íbúða.

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins þakkar fyrir kynningu starfshóps um húsnæðismál og styður allar góðar hugmyndir sem leysa úr alvarlegum aðstæðum a húsnæðismarkaði í Reykjavík. Í skýrslunni sem var kynnt um svokölluð Reykjavíkurhús er komið mun meira en áður til móts við þau sjónarmið sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa viðrað vegna húsnæðismála með því að hallast meira að aðkomu einkaaðila en í fyrri tillögum.

2. Drög að upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara kom á fundinn og kynnti. (R14080018).

Bókun mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð fagnar vinnu við að fullgera upplýsingastefnu borgarinnar enda er greitt aðgengi að upplýsingum grundvallar mannréttindi í lýðræðissamfélagi. Mannréttindaráð áréttar að allir skuli eiga jafnt og gott aðgengi að þjónustu Reykjavíkurborgar, óháð kyni, líkamlegu atgervi, uppruna, stjórnmála- og trúarskoðunum eða kynvitund. Markmið og stefna í mannréttindamálum skuli  höfð til hliðsjónar í upplýsingamiðlun, þjónustan sé notendamiðuð og sérstaklega hugað að þörfum og réttindum þeirra sem eru háðir upplýsingum og þjónustu borgarinnar. Mikilvægt er einnig að benda á að upplýsingamiðlun miði ávallt við að vinna gegn staðalmyndum og opna þurfi fyrir fleiri möguleika fyrir þá borgarbúa sem búa við erfiðleika við að afla sér upplýsinga. Einnig hvetur Mannréttindaráðið til að fundnar verða leiðir að tryggja viðeigandi þýðingar og aðlögun í upplýsingagjöf til borgarbúa af erlendum uppruna.

3. Rætt var um að halda samráðsfund með grasrótarsamtökum og borgarbúum í Ráðhúsinu. Mannréttindaráð leggur fram eftirfarandi tillögu:

Mannréttindaráð felur mannréttindaskrifstofu ásamt 3 fulltrúum ráðsins að vinna að skipulagi samráðsfundar í Ráðhúsinu sem halda skal með haustinu. Hugmyndin er að skapa vettvang stjórnmálanna, borgaranna og grasrótarsamtaka til að koma saman og fjalla um hugmyndir að fyrirmyndar- og framtíðarsamfélaginu  Reykjavík m.a. með tilliti til jaðarhópa og mannréttindastefnunnar. Hvernig getur góð borg orðið mikið betri? Í undirbúningshópnum munu starfa Sabine Leskopf, Jóna Björg Sætran og Þórlaug Ágústsdóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða. 

4. Lagt fram svar frá umhverfis- og skipulagssviði dags. 19.03. 2014 við fyrispurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í mannréttindaráði varðandi bílastæði fyrir fatlað fólk. (R15030104).

5. Lagt fram svar frá fjármálaskrifstofu dags. 22.03.2015 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í  mannréttindaráði varðandi styrki til trúfélaga. (R15030105).

6. Lagt fram svar frá Innaríkisráðuneytinu, dags. 26.03.2015, við fyrispurn mannréttindaráðs varðandi skotvopnaeign. (R14100420).

Fundi slitið kl. 14.20

Líf Magneudóttir

Sabine Leskopf Magnús Sigurbjörnsson

Ragnar Hanssson Jóna Björg Sætran

Magnús Már Guðmundsson