No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2015, 10. mars var haldinn 151. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.17. Fundinn sátu Líf Magneudóttur, Jóna Björg Sætran, Diljá Ámundadóttir fyrir Ragnar Hansson, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Kristín Elfa Guðnadóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Halldóra Gunnarsdóttir og Arnþrúður Ingólfsdóttir sérfræðingar á mannréttindaskrifstofu kynntu bæklinginn Kynlegar tölur. (R15030056).
- Kl. 12.22 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð þakkar Halldóru Gunnarsdóttur og Arnþrúði Ingólfsdóttur fyrir kynningu á Kynlegum tölum sem gefnar eru út ár hvert á baráttudegi kvenna, 8. mars. Eins og lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna gera ráð fyrir ber stjórnvöldum að greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni. Það er mikilvægur þáttur í starfi og stefnumótunarvinnu stjórnvalda að skoða samspil kynjanna og hvernig aðstæður og líf kvenna og karla eru ólíkar. Öll slík vinna og vitneskja er frumforsenda þess að hægt sé að sníða áætlanir að þörfum kynjanna, greina vanda sem við okkur blasir og takast á við hann. Þá er einnig mikilvægt að skoða og greina gögn um aðstæður og líf jaðarsettra hópa.
2. Ferlinefnd fatlaðs fólks. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Tómas Ingi Adolfsson sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu sögðu frá verksviði og helstu verkefnum nefndarinnar. (15020032).
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð þakkar Tómasi Inga Adolfssyni og Önnu Kristinsdóttur fyrir kynningu á ferlinefnd fatlaðs fólks. Mannréttindaráð ítrekar mikilvægi þess að aðgengismál eru mannréttindamál og að í hvívetna eigi að vinna að því að veita fötluðu fólki sem best aðgengi að samfélaginu og stofnunum þess. Þá er mikilvægt að Reykjavíkurborg setji sér heildarstefnu í aðgengismálum fatlaðs fólks.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði spyrja hvort að einhverjar reglur gilda um hvort að þjónustufyrirtæki á vegum Reykjavíkurborgar eins og þjónustumiðstöðvar, bókasöfn og sundlaugar séu skyld til þess að hafa bílastæði fyrir fatlaða.
3. Lögð fram drög að auglýsingu varðandi styrki mannréttindaráðs og mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2015. Mannréttindaskrifstofu falið að ljúka við gerð auglýsingar í samvinnu við formann ráðsins. (R15020062).
4. Rædd voru jafnréttismál innan íþróttahreyfinga. (15030063).
Mannréttindaráð lagði fram eftirfarandi tillögu:
Mannréttindaráð felur mannréttindaskrifstofu að gera úttekt á jafnréttismálum innan þriggja hverfis íþróttafélaga í Reykjavík. Meðal þess sem skal kanna er hvort þau séu með virkar jafnréttisáætlanir og siðareglur og hvernig fjármagn félagsins skiptist á milli kynjanna. Einnig verði skoðað hversu aðgengilegar jafnréttisáætlanirnar séu og hvernig/hvort staðið er að kynningum á þeim fyrir starfsfólki, iðkendum og foreldrum iðkenda í yngri aldurshópum. Mannréttindaskrifstofu er falið að útfæra nánar úttektina og velja félögin með slembiúrtaki.
Tillagan samþykkt samhljóða.
5. Greinagerðir styrkþega mannréttindaráðs lagðar fram. (R15030070).
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði óska, í ljósi nýlegs fréttaflutnings af erlendri fjárfestingu til byggingar mosku í Reykjavík, upplýsinga um hvaða reglur gilda um fjárveitingu til verkefna sem eru styrkt á einhvern hátt af Reykjavíkurborg.
Fundi slitið kl. 13:51
Líf Magneudóttir
Sabine Leskopf Magnús Sigurbjörnsson
Diljá Ámundadóttir Jóna Björg Sætran
Magnús Már Guðmundsson Hildur Sverrisdóttir