Mannréttindaráð
Ár 2015, 10. febrúar var haldinn 149. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Eyrún Eyþórsdóttir fyrir Líf Magneudóttur, Magnús Sigurbjörnsson, Jóna Björg Sætran, Ragnar Hansson, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Marta Guðjónsdóttir fyrir Hildi Sverrisdóttur, Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Kosning fulltrúa í mannréttindráð. Gréta Björg Egilsdóttur tekur sæti Gústafs Níelssonar sem varamaður í mannréttindaráði. R14060108
2. Skýrsla starfshóps um aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Halldóra Gunnarsdóttir, Tómas Ingi Adolfsson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir kynntu. R14100262
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð þakkar starfshópi um aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki fyrir góða kynningu og vel unnin störf. Ljóst er að fatlað fólk þarfnast sömu aðgátar á heimilum sínum sem og í samfélaginu öllu og sýnir skýrsla starfshópsins að stuðningur við aukið sjálfstæði þess og viðurkenning á sjálfsögðum mannréttindum þeirra sé lykillinn að öryggi í hinu daglega lífi. Augljóst er að mikilla úrbóta er þörf, m.a. í gerð viðbragðsáætlana og fræðslu og mun skýrslan nýtast ráðinu afar vel í framtíðarvinnu sem og stýrihópi samstarfsverkefnisins Saman gegn ofbeldi fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks.
3. Margbreytileiki í máli og myndum. Verkefni mannréttindaskrifstofu og upplýsinga- og vefdeildar innan kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar og bæklingur um margbreytileikann. Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi á skrifstofu upplýsinga og vefmála kynnti. R14100262
4. Bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. þ.m. lagt fram; Verk og tímaáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2016 og fimm ára áætlunar 2016-2020. R15010253
5. Aðgerðaráætlun í jafnréttismálum 2015-2019. R11080050
Frestað.
6. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 16. maí.
Mannréttindaskrifstofu falið að taka saman upplýsingar um verðlaunaupphæðir annarra fagráða og sviða borgarinnar. R15020062
7. Lögð fram tillaga janúarmánaðar frá samráðsvettvanginum Betri Reykjavík; Koma í veg fyrir aðskilnað. R15020039
Tillögunni vísað til starfshóps um fjölmenningarborgir (e. Intercultural cities).
Fundi slitið kl. 13:47
Ragnar Hansson
Sabine Leskopf Magnús Sigurbjörnsson
Eyrún Eyþórsdóttir Jóna Björg Sætran
Magnús Már Guðmundsson Marta Guðjónsdóttir