Mannréttindaráð - Fundur nr. 148

Mannréttindaráð

Ár 2015, 27. janúar var haldinn 148. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Líf Magneudóttir,  Jóna Björg Sætran, Ragnar Hansson, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Kynning á nýrri  menningarstefnu Reykjavíkurborgar.   Elsa Yeoman og Signý Pálsdóttir kynntu. 

Mannréttindaráð þakkar Signýju Pálsdóttur og Elsu Yeoman fyrir kynningu á metnaðarfullri menningarstefnu Reykjavíkurborgar, Menning er mannréttindi. Það er von ráðsins að stefnan nýtist til þess að auka þátttöku sem flestra í menningarlífi borgarinnar og að komið verði til móts við alla hópa samfélagins með mannréttindi að leiðarljósi. Það er einnig von ráðsins að góð samvinna verði á milli skrifstofu mannréttinda og menningar og ferðamála og ráðanna tveggja við framkvæmd menningarstefnunnar. 

- Marta Guðjónsdóttir mætir til fundarins kl. 12:58.

2. 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal kynntu. Hátíðahöld vegna100 afmælis kosningaréttar kvenna. Minnisblað fyrir Borgarstjórn Reykjavíkur 20. janúar 2015 lagt fram. 

Mannréttindaráð þakkar Sóleyju Tómasdóttur og Helgu Björk Laxdal fyrir kynningu á fyrirkomulagi hátíðarhalda í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Ljóst er að mörgu er að hyggja og margir fjölbreyttir hópar koma að verkefninu. Mannréttindaráð hlakkar til að takast á við þetta viðamikla og mikilvæga verkefni í samvinnu við önnur svið, ráð og stofnanir borgarinnar og íbúa Reykjavíkur. 

3. Bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 22. janúar um kosningu varafulltrúa í mannréttindaráði lagt fram.

4. Fréttablað mannréttindaskrifstofu, lokadrög kynnt.

5. Mannréttindastefnan, möguleg kynning. Myndband frá Kristiansand sýnt; En by for alle. 

6. Ósk um rökstuðning vegna ákvörðunar mannréttindaráðs um að úthluta umsækjanda ekki styrk. Helga Tryggvadóttir; Rannsókn á upplifun hælisleitenda af íslenska stjórnkerfinu. Rökstuðningurinn lagður fram.

7. Samningur um þátttöku í Intercultural Cities og skýrsla frá heimsókn fulltrúa verkefnisins í október 2014. Vísað til borgarráðs.

8. Fjölmenningardagurinn 2015. Dagurinn verður haldinn 9. maí n.k.

Fundi slitið kl. 13.53.

Líf Magneudóttir 

Sabine Leskopf Hildur Sverrisdóttir

Ragnar Hansson Jóna Björg Sætran

Magnús Már Guðmundsson Marta Guðjónsdóttir