Mannréttindaráð - Fundur nr. 147

Mannréttindaráð

Ár 2015, 13. janúar var haldinn 147. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.19. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Ragnar Hansson, Sabine Leskopf, Magnús M. Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram umsögn borgarlögmanns um skýrslu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um mannréttindi eldra fólks, dags 05.01.2014. Kristbjörg Stephensen og Jón Pétur Skúlason kynntu. (R14060005).

- Kl.12.28 tekur Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.  

Bókun fulltrúa Framsóknar - og flugvallarvina:

Framsókn og flugvallarvinir hvetja til endurskoðunar á samþykktum  fyrir mannréttindaráð Reykjavíkurborgar, þannig að aðkoma ráðsins að ákvörðunum fagráða er snúa að mannréttindum í sinni víðustu mynd, sé tryggð.  Eftir  atvikum þyrfti einnig að endurskoða samþykktir annarra fagráða, til að tryggja pólitíska og faglega aðkomu ráðsins að ákvarðanatöku.  

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Bjartar framtíðar:

Fulltrúarnir geta vel tekið undir þessi sjónarmið og munu skoða þau vandlega í þeirri vinnu sem framundan er.

2. Lögð fram tillaga frá samráðsvettvanginum Betri Reykjavík, dags. 28. nóvember 2014; Lækka útsvar niður í lágmark. (R-14110147).

Borgarstjórn tekur ákvörðun um útsvarsprósentur Reykjavíkur. Valdsvið mannréttindaráðs nær ekki til slíkar ákvörðunar. Tillögunni er því hafnað. Afgreiðslan samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- og flugvallaravina sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.

3. Lögð fram tillaga frá samráðsvettvanginum Betri Reykjavík, dags. 29. desember 2014; Mála bekkinn fyrir utan Pink Iceland bleikan. (R-14110147).

Mannréttindaráð fagnar öllum litbrigðum borgarsamfélagsins og tekur undir það að lífga mætti upp á bekki borgarinnar með litum, þar sem það á við. Tillögunni er vísað til umhverfis og skipulagssviðs. 

4. Sýnt var myndbandið „Raddir innflytjenda“ með viðtölum við þátttakendur og frambjóðendur á Fjölmenningarþingi 2014. Mannréttindastjóri sagði frá vinnu við úrvinnslu á niðurstöðum þingsins.

- Kl.13.19 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.  

5. Lagt fram yfirlit funda mannréttindaráðs vor 2015.

Fundi slitið kl. 13:36

Líf Magneudóttir

Sabine Leskopf Hildur Sverrisdóttir

Ragnar Hansson Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

Magnús Már Guðmundsson Magnús Sigurbjörnsson