Mannréttindaráð - Fundur nr. 144

Mannréttindaráð

Ár 2014, 25. nóvember haldinn 144. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.17 Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Börkur Gunnarsson, Magnús M. Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Formaður sagði frá ráðstefnu um kyn og norðurslóðir sem haldin var á Akureyri 30.-31. október sl. Mannréttindaskrifstofa greiðir fargjald fyrir formann mannréttindaráðs vegna þátttöku hans.

2. Lagt fram erindi frá Pólska skólanum dags. 18.11.2014. (R14110149). Erindinu vísað til skóla- og frístundaráðs og jafnframt er óskað eftir upplýsingum um afgreiðslu málsins.

3. Lögð fram umsögn um samþykkt fyrir fjölmenningarráð. (R14110103). Mannréttindaráð felur mannréttindastjóra og formanni mannréttindráðs að skrifa umsögn um samþykktina.

4. Átak gegn heimilisofbeldi. (R14040062).

Bókun mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð fagnar átaki Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í að uppræta heimilisofbeldi. Það er samfélagsmein sem verður að útrýma og það eru mannréttindi allra að búa ekki við andlegt og líkamlegt ofbeldi. 

5. Rætt var um opinn fund mannréttindaráðs sem haldinn verður 10. desember 2014 í Iðnó. (R14110151).

6. Lagt fram svar frá borgarlögmanni við fyrirspurn mannréttindaráðs um skotvopnanotkun í Reykjavík dags. 24.11.2014. (R14100420). 

Frestað.

7. Öruggar borgir (e. Safe cities). (R12070025). Halldóra Gunnarsdóttir kom á fundinn og lagt var fram minnisblað dags. 25.11.2014.

8. Lagt fram yfirlit yfir kosningu fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar sem fór fram á fjölmenningarþingi þann 15.11.2014.

Bókun mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð óskar nýkjörnum fulltrúum fjölmenningarráðs til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í starfi.

9. Lagt fram erindi frá Samráðsvefnum Betri Reykjavík; Neysluklefar fyrir sprautufíkla. (R14110147).

Ákveðið að vísa erindinu til velferðarráðs.

Fundi slitið kl. 14:19

Líf Magneudóttir 

Sabine Leskopf Börkur Gunnarsson

Diljá Ámundadóttir Jóna Björg Sætran 

Magnús Már Guðmundsson Magnús Sigurbjörnsson