Mannréttindaráð - Fundur nr. 143

Mannréttindaráð

Ár 2014, 11. nóvember haldinn 143. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.19. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Ragnar Hansson, Sabine Leskopf, Hildur Sverrisdóttir, Magnús M. Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Börn án kennitölu og þjónusta leikskóla Reykjavíkurborgar. Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen kom á fundinn undir þessum lið.

Bókun mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð tekur undir sjónarmið skóla- og frístundaráðs að brýnt sé að leysa þær aðgangshindranir sem blasa við börnum sem enn hafa ekki fengið kennitölu, einhverra hluta vegna, og sækja um að komast að í leikskólum Reykjavíkur. Aðstæður foreldra eiga ekki að hafa áhrif á réttindi barna og aðgengi þeirra að þjónustu og menntun í borginni. Eins og kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá er óheimilt að mismuna börnum nema málefnalegar ástæður gefa tilefni til. Mannréttindaráð fagnar því að unnið sé að lausn á því hjá Reykjavíkurborg að veita kennitölulausum börnum leikskólavist. 

2. Mannréttindi eldra fólks - einstaklingsmiðuð nálgun. Lagt fram með orðalagsbreytingum og samþykkt. (R14060005). Samþykkt að vísa skýrslunni til borgarráðs.

3. Styrkúthlutanir mannréttindaráðs. Rætt var um tímasetningar úthlutana ráðsins.

4. Yfirlit yfir styrkumsóknir 2015 lagt fram til kynningar. Magnús Sigurbjörnsson og Magnús Már Guðmundsson tilnefndir til að koma með drög að úthlutunum. Með þeim mun starfa Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri.

5. Farið var yfir fyrirkomulag fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar og framkvæmd kosninga í fjölmenningarráð. Lögð fram drög að kosningarreglum og þau samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:46

Líf Magneudóttir 

Sabine Leskopf Hildur Sverrisdóttir

Ragnar Hansson Jóna Björg Sætran 

      Magnús Már Guðmundsson Magnús Sigurbjörnsson