Mannréttindaráð
Ár 2014, 28. október var haldinn 142. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Ragnar Hansson, Sabine Leskopf, Hildur Sverrisdóttir, Magnús M. Guðmundsson, Börkur Gunnarsson fyrir Magnús Sigurbjörnsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Starfsáætlun í mannréttindamálum 2015 lögð fram og hún samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá. (R14010243).
2. Lögð fram fyrirspurn mannréttindaráðs skotvopnanotkun í Reykjavík. (R14100420)
Fyrirspurninni vísað til borgarlögmanns.
3. Lögð fram skýrsla um mannréttindi eldra fólks. (R14060005)
Frestað.
4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 6. þ.m varðandi skipun starfshóps um endurskoðun mannréttindastefnu. (R14090109)
Bókun mannréttindaráðs:
Mikilvægi mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar hefur sannað sig frá því að hún var fyrst samþykkt 2006. Þó mannréttindi séu í eðli sínu algild þá er mikilvægt að endurskoða og rýna reglulega stefnumótun sem varðar fólk og réttindi þess. Í slíkri vinnu verður að ríkja þverpólitísk sátt. Því verður að halda til haga að mannréttindastefna Reykjavíkurborgar er byggð á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og miðar að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Um þetta má ekki vera ágreiningur í þeirri vinnu sem framundan er og verða allir flokkar, sem sæti eiga í borgarstjórn og koma að endurskoðun mannréttindastefnunnar, að virða.
5. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. þ.m þar sem óskað er eftir umsögn mannréttindaráðs um drög að samþykktum fyrir Öldungarráð Reykjavíkurborgar. (R12080081)
Umsögn mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar því að samþykkt Öldungarráðs hafi loksins litið dagsins ljós og hvetur til þess að hún verði samþykkt.
Fundi slitið kl. 13:33
Líf Magneudóttir
Sabine Leskopf Hildur Sverrisdóttir
Ragnar Hansson Jóna Björg Sætran
Magnús Már Guðmundsson Börkur Gunnarsson