Mannréttindaráð - Fundur nr. 140

Mannréttindaráð

Mannréttindaráð

Ár 2014, 23. september var haldinn 140. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.45. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Ragnar Hansson, Sabine Leskopf, Hildur Sverrisdóttir, Guðni Rúnar Jónasson fyrir Magnús M. Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Birgir Björn Sigurjónsson fjármálstjóri Reykjavíkurborgar og Herdís Sólborg Haraldsdóttir sérfræðingur á fjármálaskrifstofu,  kynntu kynjaða fjár- og starfsáætlunargerð.

2. Edda Ólafsdóttir sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu kynnti „ Velkomin til Reykjavíkur“ -  móttökuáætlun. Undir þessum lið sátu einnig Joanna Marcinkowska og Barbara Jean Kristvinsson, ráðgjafar á mannréttindaskrifstofu.

Tillaga mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð felur mannréttindaskrifstofu að útfæra og setja saman móttökuáætlun sem miðar að því að kynna nýjum íbúum í Reykjavík réttindi sín og skyldur og þjónustu innan Reykjavíkur.  Skrifstofunni er falið að kostnaðargreina verkefnið og hafa samráð við önnur svið borgarinnar, ríki og önnur sveitarfélög sem hafa reynslu af svipuðum verkefnum og nýta þau gögn sem þegar hafa verið tekin saman. Tillagan samþykkt samhljóða.

3. Hreinn Hreinsson vefritstjóri skrifstofu upplýsinga- og vefmála kynnti aðgengi að vef Reykjavíkurborgar.

4. Rætt var um undirbúning fjölmenningarþings og ákveðið að halda opinn fund með innflytjendum þann 8. október í Gerðubergi.

5. Lögð fram erindi sem borist mannréttindskrifstofu í ágúst og september 2014:

• Starfshópur um endurskoðun reglna um frístundakort. Bréf frá skrifstofu borgarstjóra- borgarritara, dags. 05.09.2014 og erindisbréf dags. 02.09.2014.(R13080080).

• Ferlinefnd fatlaðra: a)  Bréf frá borgarstjóra dags. 18.09 og 22.09, b) Bréf frá ÖBÍ dags. 01.09.2014. (R14050139).

• Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, bréf frá borgarstjóra dags.04.09.2014. (R13090112). 

• Stefnumótun í málefnum ungs fólks - 16 ára og eldri - til umsagnar. Bréf frá borgarstjóra dags.15.09.2014. (R11100296).

• Móttaka flóttafólks frá Sýrlandi. Bréf frá borgarstjóra dags. 29.08.2014 og bréf frá Velferðarráðuneyti dags. 08.08.2014. (R14080024).

• Öruggar borgir - e. safe cities. Bréf frá borgarstjóra dags. 04.09.2014 og bréf frá UN Women dags. 20.08.2014. (R12070025). 

• Þátttaka í stýrihópi vegna aðildar Reykjavíkurborgar að Global Network of Age Friendly Cities. Bréf frá velferðarsviði dags. 10.09.2014.(R11020067).

6. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Framsóknarflokks og flugvallarvina frá 26.08.2014. (R14090173).

Fundi slitið kl. 14.24

Líf Magneudóttir 

Sabine Leskopf Hildur Sverrisdóttir

Ragnar Hansson Jóna Björg Sætran 

      Guðni Rúnar Jónasson Magnús Sigurbjörnsson