Mannréttindaráð - Fundur nr. 14

Mannréttindaráð

MANNRÉTTINDANEFND

Ár 2007, miðvikudaginn 8. mars, hélt mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar 14. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Hótel Reykjavík Centrum, Fógetastofu og hófst kl. 9.00. Um var að ræða hugarflugsfund/vinnufund um verkáætlun í mannréttindamálum. Viðstaddir voru: Marsibil. J. Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Elín Sigurðardóttir. Auk þeirra tóku þátt í fundinum mannréttindafulltrúar sviða Reykjavíkurborgar eða staðgenglar þeirra og mannréttindaráðgjafi, Þórhildur Líndal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Verkáætlun í mannréttindamálum – hugarflugsfundur/vinnufundur.
Eftir setningu fundarins og kynningu dagskrár kynnti mannréttindaráðgjafi mannréttindastefnuna. Þá hófst hugmyndavinna um hvaða verkefni ættu heima í verkáætlun og hvaða verkefni ættu að fá forgang næstu tvö árin.

- Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi

Þrír hópar fundarmanna unnu úr framkomnum hugmyndum sem flokkaðar voru á fjögur meginsvið, þ.e. Reykjavík, sem stjórnvald og samstarfsaðili, sem atvinnurekandi og sem veitandi þjónustu.

- Marsibil J. Sæmundardóttir vék af fundi.

Ákveðið var að ritarar hvers hóps sendu mannréttindaráðgjafa, með rafrænum hætti, niðurstöður hópanna. Í kjölfar þess yrðu heildarniðurstöður fundarins kynntar sérstaklega á fundi mannréttindanefndar og næstu skref í gerð verkáætlunarinnar ákveðin af nefndinni.

Fundi slitið kl. 16.30

Sif Sigfúsdóttir Elín Sigurðardóttir