Mannréttindaráð
Ár 2014, 9. september var haldinn 139. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Reykjavík Hótel Centrum og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Ragnar Hansson, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Eyrún Eyþórsdóttir, Kjartan Jónsson, Halldóra Gunnarsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Mannréttindastjóri kynnti.
2. Farið yfir starfsáætlun í mannréttindamálum fyrir árið 2015.
- Kl.14.45 fer Hildur Sverrisdóttir af fundi.
3. Rætt um fyrirkomulag fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar sem haldið verður 15. nóvember n.k. Ákveðið var að halda opinn fund með innflytjendum í byrjun október og ræða framtíð fjölmenningarþingsins og hugmyndir að umræðuefni.
Fundi slitið kl. 16.00
Líf Magneudóttir
Hildur Sverrisdóttir Ragnar Hansson
Jóna Björg Sætran Magnús Már Guðmundsson
Sabine Leskopf