No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2014, 26. ágúst var haldinn 138. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.20. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Ragnar Hansson, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Ingi Poulsen, umboðsmaður borgarbúa sagði frá helstu verkefnum skrifstofunnar.
2. Edda Ólafsdóttir sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu kynnti þjónustu við innflytjendur.
- kl.13.50 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.
3. Freyja Barkardóttir meistaranemi í kynjafræði kynnti verkefni sem styrkt er af Vinnumálastofnum og Reykjavíkurborg: „Er Reykjavík hetero eða hinsegin?“
4. Hatursorðræða á vefmiðlum.
Bókun fulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata:
Mannréttindaráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata telja ekki ástæðu til að ætla að vinnubrögð við skýrsluna um hatursorðræðu á Netinu séu ómarktæk og vinnan við hana haldlítil, eins og borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina heldur fram. Þvert á móti gefur skýrslan góða mynd af orðræðunni sem á sér stað við fréttir á netmiðlum. Rétt er að taka fram að rannsóknin var þannig framkvæmd að skoðaðir voru fimm afmarkaðir efnisflokkar og umræða um þá. Tímarammi verkefnisins var fyrst og fremst viðmið og telja ofangreindir mannréttindaráðsfulltrúar að gagnrýni borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sé ekki á rökum reist. Eftir stendur staðreyndin að umræður á netmiðlum eru oft mjög hatursfullar, ómálefnalegar og óvægnar og full þörf er á upplýstri og málefnalegri umræðu á þeim vettvangi eins og annars staðar í samfélaginu.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hvers vegna var ekki farið eftir upprunalegri tillögu um rannsóknina og hver tók ákvörðun um þessa breytingu og hvar er sú ákvörðun skráð? Og hvað varð til þess að tímarammi rannsóknarinnar breyttist?
Fundi slitið kl. 14:20
Líf Magneudóttir
Magnús Sigurbjörnsson Hildur Sverrisdóttir
Ragnar Hansson Jóna Björg Sætran
Magnús Már Guðmundsson Sabine Leskopf