Mannréttindaráð - Fundur nr. 137

Mannréttindaráð

Ár 2014, 12. ágúst var haldinn 137. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.17. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Ragnar Hansson, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Marta Guðjónsdóttir fyrir Magnús Sigurbjörnsson, Þórlaug Ágústsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Þátttaka Reykjavíkurborgar í fjölmenningalegum borgum (Intercultural Cities). Mannréttindastjóri kynnti.(R14040176).

2. Farið yfir starfsáætlun í mannréttindamálum 2014.

3. Bjarney Friðriksdóttir kynnti greiningu á hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla.

Bókun mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð þakkar Bjarneyju Friðriksdóttur fyrir greiningu sína á hatursorðræðu á Netinu. Greiningin gefur ágæta mynd af þeirri umræðu sem á sér stað á ósvæðisbundnum netmiðlum yfir árs tímabil, frá mars 2013 til mars 2014.  Þó ekki hafi borið mikið á beinni hatursorðræðu (m.a. vegna ritskoðunar vefmiðlanna) þá eru fordómar, vanþekking og hatursfull ummæli einkennandi fyrir umræðu um t.d. fólk af erlendum uppruna, trúarbrögð og hinsegin fólk.

Mannréttindaráð vill árétta að íslenskt þjóðfélag er fjölbreytt. Því ber að fagna og slíkt ætti að efla. Mikilvægt er að uppræta hinar ýmsu staðalmyndir m.a. þjóðerna og trúarbragða. Til þess þarf að efla fræðslu, umræðu og temja sér virðingu gagnvart samborgurum sínum.

Fundi slitið kl. 14.24

Líf Magneudóttir

Marta Guðjónsdóttir Hildur Sverrisdóttir

Ragnar Hansson Jóna Björg Sætran

Magnús Már Guðmundsson Sabine Leskopf