Mannréttindaráð
Ár 2014, 26. júní, var haldinn 136. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10.00. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir, Kjartan Jónsson, Ragnar Hansson, Guðni Rúnar Jónasson, Magnús Már Guðmundsson, Diljá Ámundadóttir, Þórlaug Ágústsdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Marta Guðjónsdóttir fyrir Hildi Sverrisdóttur, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar um kosningu á fulltrúum í mannréttindaráð. (R14060108).
2. Lögð fram samþykkt mannréttindaráðs dags.18.desember 2007.
3. Kosning varaformanns mannréttindaráðs. Formaður lagði fram þá tillögu að Ragnar Hansson tæki sæti varaformanns. Samþykkt samhljóða.
4. Kynning á verkefnum mannréttindaskrifstofu. Mannréttindastjóri, Edda Ólafsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir kynntu. Undir þessum lið kom á fundinn Sigurður Páll Óskarsson fjármálastjóri Ráðhúss og fór yfir fjárhagsramma mannréttindaráðs og mannréttindaskrifstofu.
5. Fundartímar mannréttindaráðs. Ákveðið að fundir ráðsins verði haldnir 2. og 4. þriðjudag í mánuði kl. 12.15. Næsti fundur ráðsins verður þann 12. ágúst. Undirbúningsfundir verða haldnir á fimmtudögum og sá fyrsti þann 7. ágúst kl. 13.00.
Fundi slitið kl. 12.39
Líf Magneudóttir
Magnús Sigurbjörnsson Ragnar Hansson
Jóna Björg Sætran Magnús Már Guðmundsson
Marta Guðjónsdóttir