Mannréttindaráð - Fundur nr. 135

Mannréttindaráð

Ár 2014, 27. maí var haldinn 135. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir Margréti K. Sverrisdóttur, Bjarni Jónsson, SJÓN, Margrét Kristín Blöndal, Magnús Sigurbjörnsson, Líf Magneudóttir og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Tómas Ingi Adolfsson sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Kynntur var flutningur ferlinefndar fatlaðra til mannréttindaskrifstofu. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22.05.2014. (R114050139).

2. Lagt fram erindisbréf starfshóps vegna skjólborgarverkefnis ( ICORN).

3. Margrét K. Blöndal fór yfir vinnu starfshóps um mannréttindi eldri borgara. Skýrsla starfshópsins samþykkt samhljóma.

Fundi slitið kl. 13.05

Margrét Kristín Blöndal

Ingibjörg Stefánsdóttir Líf Magneudóttir

SJÓN Bjarni Jónsson 

Magnús Sigurbjörnsson Marta Guðjónsdóttir