Mannréttindaráð
Ár 2014, 13. maí var haldinn 134. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Eva Baldursdóttir fyrir Margréti K. Sverrisdóttur, Bjarni Jónsson, SJÓN, Margrét Kristín Blöndal, Magnús Sigurbjörnsson og Heimir Janusarsin fyrir Líf Magneudóttur. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Helga Finnsdóttir starfsnemi í opinberri stjórnsýslu og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Mannréttindastjóri kynnti helstu niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal stjórnenda Reykjavíkurborgar á mannréttindastefnunni.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð telur brýnt að unnið verði með niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal stjórnenda á mannréttindastefnu Reykjavíkur á jákvæðan máta innan borgarkerfisins. Nauðsynlegt er að leggja áherslu á að stjórnendur borgarinnar séu meðvitaðir um mannréttindastefnuna og vinni eftir henni. Þá er nauðsynlegt að fræða stjórnendur um hvað séu fordómar á vinnustað á jaðarsettum hópum og að þeir leggi áherslu á í sínum störfum að útrýma þeim. Einnig minnir ráðið á mikilvægi mannréttindafulltrúa á sviðum borgarinnar við framgang stefnunnar
2. Mannréttindadagur Reykjavíkurborgar 16. maí. Ákveðið að veita Geðhjálp mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2014.
3. Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar 2014.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar vel heppnuðum Fjölmenningardegi og þakkar öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum og starfsmönnum sem að undirbúningi og framkvæmd viðburðarins komu.
4. Styrkir mannréttindaráðs 2014. Samþykkt að veita eftirfarandi styrki:
1. Félagasamtökin Projekt Polska. Takk or tak - tvítyngi og börn í Reykjavík,
kr.600.000,-
2. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna. Málþing um stöðu hælisleitenda á Íslandi, kr. 75.000,-
3. Móðurmál, samtök um tvítyngi. Móður málskennsla – stuðningur við móðurmálshópa samtakana Móðurmáls, kr. 1.000.000,-
4. Juan Camilo Roman Estrada. Heimildarmynd um mannauð innflytjenda í Reykjavík, kr. 400.000,-
5. MIRRA – Miðstöð innflytjendarannskókna Reykjavíkur Akademíunni. Húsnæðismál meðal pólskra innflytjenda í Reykjavík – ástand og áskoranir, kr. 500.000,-
6. Grétar Magnús Grétarsson. Gerð kvikmyndar um samkynhneigt par, kr. 150.000,-
7. Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir. Heimildarmyndin Eyðum eyðni, kr. 750.000,-
8. Félag ungra jafnréttissinna. Jafnréttisnámskeið fyrir stjórnir nemendafélaga í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu, kr. 400.000,-
9. Feministafélag Íslands. Ferðakostnaður vegna Emblu/ Nordiskt Forum 2014, kr. 125.000,-
10. Samtök um Kvennaathvarf. Skiptu þér af, útgáfa bæklings og fyrirlestar sem hvetja til afskipta þar sem grunur leikur á ofbeldi í samböndum, kr. 500.000,-
11. Auður Magndís Auðardóttir og Halldóra Gunnarsdóttir. Opinskátt geng ofbeldi, kr. 500.000,-
Fundi slitið kl. 13.57
Margrét Kristín Blöndal
Eva Baldursdóttir SJÓN
Bjarni Jónsson Magnús Sigurbjörnsson
Heimir Janusarson