No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2014, 6. maí var haldinn 133. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Bjarni Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, SJÓN, Margrét Kristín Blöndal, Magnús Sigurbjörnsson og Líf Magneudóttur. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Guðrún Pétursdóttir kynnti rannsókn sína; Um Birtingamyndir dulinna fordóma og mismununar í garð innflytjenda á Íslandi. Undir þessum lið sat Sólveig Tómasdóttir nemi við Háskóla Íslands.
2. Lagt fram svar við erindi fjölmenningarráðs sem frestað var á fundi ráðsins 14. janúar s.l. (R14010192).
3. Tillaga til mannréttindaráðs frá Íþrótta- og tómstundaráði. (R14020080) .
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð vísar tillögunni aftur til ÍTR. Það er ekki hlutverk mannréttindaráðs/mannréttindaskrifstofu að skipuleggja kynningu á íþrótta- og tómstundatilboðum til barna. Hins vegar gerir mannréttindaráð ráð fyrir því að mannréttindaskrifstofa reynist ráðholl ef leitað væri umsagnar um þau mál sem tillögurnar varða.
4. Styrkir mannréttindaráðs 2014. Umsóknir lagðar fram til kynningar.
5. Dagskrá fjölmenningardags Reykjavíkur 10. maí. Jóna Vigdís Kristinsdóttir kynnti.
6. Átak gegn heimilisofbeldi. (R14040062)
Fundi slitið kl.13:20
Margrét K. Sverrisdóttir
Marta Guðjónsdóttir Margrét Kristín Blöndal
SJÓN Bjarni Jónsson
Magnús Sigurbjörnsson Líf Magneudóttir