Mannréttindaráð - Fundur nr. 131

Mannréttindaráð

Ár 2014, 25. mars var haldinn 131. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Ingibjörg Stefánsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, SJÓN, Magnús Sigurbjörnsson og Líf Magneudóttir. Jafnframt sátu fundinn Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Farið yfir skuldbindingar, tækifæri, forgangsröðun og áherslur vegna fjárhagsáætlunar 2015 og fimm ára áætlunar 2015-2019.

2. Bjarney Friðriksdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu, kynnti verkefni varðandi birtingamynd hatursumræðu á netinu sem unnið er að samkvæmt aðgerðaráætlun í mannréttindamálum 2014.

3. Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu, dags. 25. þ.m., þar sem þess er óskað að Reykjavíkurborg haldi næsta landsfund jafnréttinefnda sveitarfélaga haustið 2014.

Mannréttindaráð tekur vel í erindið og vísar því til mannréttindaskrifstofu.

4. Lagðar fram tillögur frá Íþrótta- og tómstundaráði dags. 17. þ.m. (R14020080).

Tillaga fulltrúa Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í mannréttindaráði:

Mannréttindaráð felur mannréttindaskrifstofu og innflytjendaráðgjöfum hennar að lista upp í samráði við starfsfólk ÍTR, möguleika á kynningu á íþróttastarfi fyrir börn  innflytjenda. Mannréttindaráð hvetur jafnframt íþróttafélög borgarinnar til að beina kynningum sínum að innflytjendum á þeirra móðurmáli.

Frestað.

5. Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneyti, dags. 12. þ.m., vegna fjölmenningarráðs. (R14030099). Mannréttindaráð fagnar vilja Innanríkisráðuneytis að koma á samráði milli fjölmenningarráðs borgarinnar og ráðuneytisins.

6. Lagður fram bæklingur gefinn út af mannréttindaskrifstofu; Við og börnin okkar á rússnesku.

Fundi slitið kl. 13:55

Margrét K. Sverrisdóttir

Marta Guðjónsdóttir SJÓN

Líf Magneudóttir Ingibjörg Stefánsdóttir

Magnús Sigurbjörnsson Margrét Kristín Blöndal