Mannréttindaráð
Ár 2014, 11. mars var haldinn 130. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, SJÓN, Magnús Sigurbjörnsson og Líf Magneudóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Edda Ólafsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Kosning fulltrúa í mannréttindaráð. (R10060077). Líf Magneudóttir tekur sæti Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur i mannréttindaráði.
2. Réttargæslumaður fatlaðra, Magnús Þorgrímsson, kom á fundinn og fjallaði um málefni fatlaðra.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka Magnúsi Þorgrímssyni fyrir gott erindi um málefni fatlaðra í Reykjavík. Við hörmum það að þjónusta fatlaðra sé mismunandi eftir hverfum og afgreiðsla mála tekur of langan tíma í þessum mikilvæga málaflokki. Við teljum að skoða þurfi betur reglur varðandi sérstakar húsaleigubætur fyrir fatlaða.
3. Lagt fram skriflegt svar frá borgarlögmanni varðandi stjórnsýslulega stöðu fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. (R14010192). Ákveðið að bjóða fulltrúum frá fjölmenningarráði á næsta fund ráðsins.
4. Rætt var um opinn fund fjölmenningaráðs og stjórnmálaflokkanna 12. apríl.
5. Sagt frá hugmyndasamkeppni um veggspjald vegna fjölmenningardags Reykjavíkurborgar.
6. Mannréttindastjóri kynnti Nordiskt Forum í Malmö 12.-15./6. 2014.
Fundi slitið kl. 13.20
Margrét K. Sverrisdóttir
Marta Guðjónsdóttir SJÓN
Líf Magneudóttir Bjarni Jónsson
Magnús Sigurbjörnsson Margrét Kristín Blöndal