No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2014, 25. febrúar var haldinn 129. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Þjónustumiðstöð Laugardals, Háleitis og Bústaða og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, SJÓN, Magnús Sigurbjörnsson og Elín Oddný Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 og fimm ára áætlunar 2015-2019. (R14010255).
2. Tillaga mannréttindaráðs um árlegan borgarstjórnarfund innflytjenda í Reykjavík. (R14020023).
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar því að borgarráð hafi samþykkt tillögu ráðsins um að haldinn verði borgarstjórnarfundur innflytjenda og telur æskilegt að sá fundur verði haldinn í haust í tengslum við fjölmenningarþing.
3. Lögð fram tillaga mannréttindaráðs um starfshlutfall mannréttindafulltrúa á sviðum. (R14020052). Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat hjá.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir mikilvægi þess að unnið sé af metnaði að mannréttindamálum á öllum sviðum og starfsstöðvum borgarinnar. Svið borgarinnar eru misstór og umfangsmikil og því hefði þurft að veita upplýsingar um hversu hátt starfshlutfallið er innan hvers sviðs í dag og færa rök fyrir því í samráði við starfsmannastjóra borgarinnar, starfsmannastjóra sviðanna og sviðstjórana hversu hátt starfshlutfallið þarf að vera á hverju sviði fyrir sig áður en tillaga um aukið starfshlutfall er lögð fram.
4. Fram fer kynning á starfsemi Þjónustumiðstöðvar Laugardals, Háleitis og Bústaða.
Aðlabjörg Traustadóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir, Brynja Bergmann, Helgi Hjartarson, Ingibjörg Halla Þórisdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl.14:00
Margrét K. Sverrisdóttir
SJÓN Elín Oddný Sigurðardóttir
Bjarni Jónsson Magnús Sigurbjörnsson
Margrét Kristín Blöndal