No translated content text
Mannréttindaráð
Mannréttindaráð
Ár 2014, 28. janúar var haldinn 127. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir Bjarna Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, SJÓN, Magnús Sigurbjörnsson og Elín Oddný Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Kosning varafulltrúa í mannréttindaráð. Heimir Janusarson tekur sæti Snærósar Sindradóttur í ráðinu. (R10060077).
2. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna í mannréttindaráði varðandi upphæðir styrkja mannréttindaráðs og annarra fagráða. (R14010208).
Bókun fulltrúa Vinstri grænna:
Fulltrúi Vinstri grænna í mannréttindaráði þakkar fyrir svör fjármálaskrifstofu við fyrirspurn um þróun á styrkjapottum fagsviða Reykjavíkurborgar. Fulltrúinn verður þó að lýsa furðu sinni á að það hafi tekið sex mánuði að svara fyrirspurninni, þar sem hún getur hvorki talist löng né flókin. Fulltrúinn bendir á að aðgangur að upplýsingum er mikilvæg forsenda í ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa og þannig forsenda virks fulltrúalýðræðis. Fulltrúi Vinstri grænna vonar að þetta sé undantekning frekar en regla í stjórnsýslu borgarinnar. Fulltrúi Vinstri grænna fagnar því einnig að breytingartillaga Vinstri grænna við fjárhagsáætlun hafi verið samþykkt og styrkjapottur mannréttindaráðs hafi verið aukinn úr tíu í tólf milljónir króna milli áranna 2013 og 2014. Þá bendir fulltrúinn á að það vantar í svarið hvernig þróun styrkjapottar velferðarráðs hefur þróast á sama tímabili.
3. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 24.01.2014 varðandi ritun fundargerða fagráða Reykjavíkurborgar. (R12110108).
4. Lagt fram minnisblað um fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar dags. 28.01.2014. (R14010192). Samþykkt að fá skriflegt álit borgarlögmanns á stjórnsýslulegri stöðu fjölmenningarráðs fyrir næsta fund ráðsins.
5. Farið yfir starfsáætlun 2014, tímasetningar verkefna og forgangsröðun fram á vorið. (R14010243).
Fundi slitið kl. 13:38
Margrét K. Sverrisdóttir
Marta Guðjónsdóttir SJÓN
Elín Oddný Sigurðardóttir Ingibjörg Stefánsdóttir
Magnús Sigurbjörnsson Margrét Kristín Blöndal