Mannréttindaráð - Fundur nr. 126

Mannréttindaráð

Ár 2014, 14. janúar var haldinn 126. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, SJÓN, Magnús Sigurbjörnsson og Elín Oddný Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga frá Betri Reykjavík dags. 30.11.2013: Mannréttindaminnisvarði.

Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagsráðs vegna vinnu  að nýju hverfiskipulagi. (R12060018).

2. Yfirlit verkefna mannréttindaskrifstofu 2014. Mannréttindastjóri kynnti. (R14010200).

3. Yfirlit kynjahlutfalls í ráðum og nefndum lagt fram. (R14010195).

4. Lagt fram bréf frá fjölmenningarráði dags. 12.12.2013. Mannréttindaskrifstofu falið að vinna minnisblað vegna erindisins. (R14010192).

5. Lagt fram yfirlit funda fyrri hluta árs 2014.(R14010199).

6. Fyrispurn vinstri grænna frá fundi 27.08.13 lögð fram að nýju. (R14010200).

Hversu mikið hefur styrkjapottur mannréttindaráðs hækkað frá árinu 2007. Hversu mikið hafa styrkjapottar annarra fagráða hækkað á sama tímabili? Það vekur furðu fulltrúans að fjármálaskrifstofa hafi ekki séð sér fært að svara fyrirspurninni á þeim tæpu fjórum mánuðum sem eru liðnir frá því að hún var upphaflega lögð fram, ítrekað hefur verið óskað eftir svörum. Fulltrúinn ítrekar því fyrirspurn sína enn eina ferðina og óskar einnig eftir útskýringum á því hvað hefur valdið þessum óeðlilegu töfum á svörum sem hér um ræðir. 

Fundi slitið kl. 13:40

Margrét K. Sverrisdóttir

Marta Guðjónsdóttir SJÓN

Elín Oddný Sigurðardóttir Bjarni Jónsson

Magnús Sigurbjörnsson Margrét Kristín Blöndal