Mannréttindaráð - Fundur nr. 125

Mannréttindaráð

Ár 2013, 10. desember var haldinn 125. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Margrét Kristín Blöndal, Björk Vilhelmsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, SJÓN, Magnús Sigurbjörnsson og Elín Oddný Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Margrét Kristín Blöndal varaformaður mannréttindaráðs setti 125. fund mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.

2. Guðmundur Andri Thorsson flutti erindið; Mannhelgisgæslan.

3. Sólveig Karlsdóttir verkefnastjóri Heimili og skóla flutti erindið; Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð.

4. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir flutti erindið; Listin að hata konur.

5. Bjarni Randver Sigurvinsson flutti erindið; Múslimahatur á Íslandi

6. Fyrirspurnir og umræður.

Fundi slitið kl. 13:30

Margrét K. Blöndal
Marta Guðjónsdóttir SJÓN
Elín Oddný Sigurðardóttir Björk Vilhelmsdóttir
Magnús Sigurbjörnsson