Mannréttindaráð
Ár 2013, 26. nóvember var haldinn 124. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir Bjarna Jónsson, Sveinn H. Skúlason fyrir Mörtu Guðjónsdóttur, SJÓN, Magnús Sigurbjörnsson og Elín Oddný Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Afgreiðsla styrkumsókna mannréttindaráðs 2014. Samþykkt að veita eftirfarandi styrki:
• Drekaslóð. Opin móttaka fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra. Kr. 500.000,- • Félag Litháa á Íslandi. 10 ára afmæli litháíska sunnudagaskólans. Kr. 500.000,- • Félagasamtökin Projekt Polska. Hidden people. Kr. 500.000,- • Samtök kvenna af erlendum uppruna. Kvennaráðgjöf. Kr. 400.000,- • Mímir - símenntun ehf. Þarfagreining í Reykjavík vegna túlkanáms. Kr. 400.000,- • HIV - Ísland. Eigum við að skammast okkar? Kr. 400.000,- • Rótin, félag um málefni kvenna. Gerð kynningarbæklings um markmið og verkefni Rótarinnar. Kr. 500.000,- • ADHD samtökin. Þýðing á grunnbæklingi ADHD á pólsku. Kr. 250.000,- • Fjóla, félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Ráðgjöf og stuðningur við daufblint fólk. Kr. 500.000,- • Átak, félag fólks með þroskahömlun. Fræðsluþing fyrir þroskahamlaða. Kr. 400.000,- • Sólveig Rós Másdóttir. Samþykkishópurinn- plakat. Kr. 230.000,- • Berglind Sunna Stefánsdóttir. Reconesse Database alþjóðlegur gagnagrunnur á veraldarvefnum. Kr. 300.000,- • Femínistafélag Íslands. Anti-SLAPP verkefnið. Kr. 300.000,- • Kvennaráðsgjöfin. Lögfræðileg og félagsleg ráðgjöf fyrir konur. Kr. 500.000,-
Lögð fram styrkumsókn frá MARK, miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna sem vísað var frá borgarráði til mannréttindaráðs.
Bókun mannréttindaráðs: Mannréttindaráð vísar erindi borgarráðs varðandi styrkumsókn MARK (Miðstöðvar margbreytileika og kynjarannsókna) aftur til borgarráðs. Mannréttindaráð hefur einungis um 10 milljónir til styrkjaúthlutunar á ári, en borgarráð hefur þegar vísað mörgum stórum styrkbeiðnum til ráðsins á þessu ári. Hins vegar lýsir mannréttindaráð sig reiðubúið til að koma að samstarfssamningum á sviði mannréttindamála, svo fremi að fjármagn fylgi.
2. Edda Ólafsdóttir kynnti greininga- og aðgerðaráætlun mannréttindaskrifstofu með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.
3. Ráðgjöf við innflytjendur 2014. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri kynnti.
4. Rætt um fyrirkomulag opins fundar 10. desember nk. Yfirskrift fundar: Hatursumræða á netinu.
Fundi slitið kl. 14.15
Margrét K. Sverrisdóttir
Sveinn H. Skúlason SJÓN
Elín Oddný Sigurðardóttir Ingibjörg Stefánsdóttir
Magnús Sigurbjörnsson Margrét Kristín Blöndal