Mannréttindaráð
Ár 2013, 12. nóvember var haldinn 123. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu: Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir Bjarna Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir fyrir SJÓN, Magnús Sigurbjörnsson og Elín Oddný Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Kosning fulltrúa í mannréttindaráð. Magnús Sigurbjörnsson tekur sæti Magnúsar Þórs Gylfasonar í mannréttindaráði. ( R10060077).
2. Starfsáætlun mannréttindamála 2014 samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðiflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð leggur eindregið til að mannréttindastjóri sitji fundi með sviðstjórum hjá Reykjavíkurborg. Ráðið telur það hamla starfi og greiðu upplýsingaflæði að mannréttindastjóri hafi ekki aðgang að þessum fundum eins og yfirmenn annarra fagráða.
3. Rætt var um fyrirkomulag opins fundar mannréttindaráðs 10. desember 2013 á alþjóðlegum mannréttindadegi.
4. Tekin fyrir tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks varðandi kynningar félaga sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi barna og aðgengi þeirra innan skóla borgarinnar.
Bókun fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri Grænna:
Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna telja að vel sé staðið að upplýsingagjöf til foreldra um starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga sem í boði er í Reykjavík. Reglur um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi voru samþykktar á skóla- og frístundasviði í september síðastliðnum. Þær, ásamt reglum Reykjavíkurborgar um samskipti skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga, mynda skýran ramma um hvernig staðið skuli að slíkum málum á starfsstöðum borgarinnar og eru því afar mikilvægar. Reglurnar eru skýrar, einfaldar og upplýsandi og ná einnig yfir auglýsingar og gjafir fyrirtækja. Í reglunum eru leiðir til þess að koma á framfæri kynningum m.a. í gegnum Mentor og einnig er hægt að koma þeim á í gegnum foreldrafélög. Þá má benda á heimasíðu ÍTR, en þar er að finna kynningu á íþrótta- og æskulýðsstarfi um 200 félaga og félagasamtaka. Aðgengi að þeim upplýsingum er einfalt og skipulega uppsett. Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna telja að auglýsingar eigi að beinast að foreldrum en ekki börnum. Börn og ungmenni á ekki að áreita í skólastarfi með auglýsingum eða kynningum. Að lokum er tekið undir eftirfarandi álit talsmanns neytenda og umboðsmanns barna: „Börn eru ekki sjálfstæðir neytendur, hafa ekki nægan þroska til að meta hvað þau hafa þörf fyrir og hvað þeim er hollt eða til að sjá í gegnum auglýsingar og loks hafa þau ekki fjárráð til að bregðast við auglýsingum eða annarri markaðssókn sem beinist að þeim.“
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks harma það að meirihlutinn leggist gegn því að íþrótta- og æskulýðsfélög fái að kynna starfsemi sína í skólum borgarinnar. Fulltrúarnir ítreka mikilvægi þess að félög sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi geti kynnt starf sitt betur innan skóla í þeim tilgangi að ýta undir áhuga barna á slíku starfi. Leitað verði eftir samstarfi grunnskóla við íþrótta- og æskulýðsfélög um nánari útfærslu.
Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 2.
5. Farið yfir styrkumsóknir mannréttindaráðs fyrir árið 2014. Umsóknir verða afgreiddar á næsta fundi ráðsins 26. nóvember. Fulltrúi Vinstri grænna ítrekaði fyrri fyrirspurn sína varðandi upphæðir styrkja hjá fagráðum borgarinnar.
Fundi slitið kl. 14.00
Margrét K. Sverrisdóttir
Marta Guðjónsdóttir Diljá Ámundardóttir
Elín Oddný Sigurðardóttir Ingibjörg Stefánsdóttir
Magnús Sigurbjörnsson Margrét Kristín Blöndal