Mannréttindaráð - Fundur nr. 121

Mannréttindaráð

Ár 2013, 24. september var haldinn 121. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.19. Fundinn sátu Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, SJÓN, Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir Margréti Sverrisdóttur og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Anna Margrét Ólafsdóttir kynnti námsleikjavefinn Paxel123.com. Verkefni sem hlaut styrk mannréttindaráðs.

2. Edda Ólafsdóttir, sérfræðingur í málefnum innflytjenda, kynnti skýrslu Fjölmenningarseturs sem gefin var út í júlí 2013 „Tölfræðilegar upplýsingar um erlenda ríkisborgara og innflytjendur á Íslandi“.

3. Kynbundinn launamunur. Lögð fram skýrsla aðgerðarhóps um kynbundin launamun sem út kom í september 2013 og minnisblað unnið af mannauðsdeild; úttekt á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborgar 2012. (R10090202).

-Kl.13.23 fer Ingibjörg Stefánsdóttir af fundi.

4. Lögð fram dagskrá kynnisferðar ráðisins til Hollands dagana 6. – 9. október 2013.

Fundi slitið kl. 13:43.

Margrét Kristín Blöndal
Marta Guðjónsdóttir SJÓN
Elín Sigurðardóttir Bjarni Jónsson