Mannréttindaráð
Ár 2013, 10. september var haldinn 120. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.20. Fundinn sátu Margrét Kristín Blöndal, Marta Guðjónsdóttir, Margrét K. Sverrisdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir Bjarna Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fjárhagsáætlun mannréttindaráðs og mannréttindaskrifstofu 2014. Sigurður Páll Óskarson fjármálastjóri ráðhúss kynnti. Fjárhagsrammi samþykktur með þremur atkvæðum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Vinstri grænna sátu hjá.
Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna telur margt hafa betur mátt fara við vinnu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014. Rammaúthlutun til sviða borgarinnar verður að mati fulltrúans að taka til endurskoðunar. Rammaúthlutun er ekki einungis formsatriði í fjárhagsáætlunarferlinu, í henni felst ein stærsta pólitíska ákvörðunin þar sem tækifæri gefst til að forgagnsraða fjármunum milli málaflokka. Meirihlutinn hefur valið að fara þá leið að forgangsraða ekki fjármunum milli málaflokka og styðjast frekar við rammaúthlutun sem hefur lítið sem ekkert verið hreyft við undanfarin ár. Fulltrúi vinstri grænna lýsir yfir vonbrigðum með að núverandi meirihluti skuli ekki hafa tekið ítrekuðum áskorunum um að breyta út af þessu ferli, heldur halda í gamlar hefðir. Hlúa þarf vel að grunnþjónustu við borgarbúa og forgangsraða í þágu mennta-, velferðar- og mannréttindamála. Meðal þess sem hefði þurft að skoða betur við vinnslu fjárhagsáætlunar 2014, er aukið fjármagn til mannréttindamála t.d. með því að verðbæta annan rekstarkostnað mannréttindaskrifstofu, hækka styrkjapott til verkefna tengdum mannréttindum sem hefur ekki hækkað frá árinu 2007 og fara á fullt í vinnu vegna framtíðarskipan þjónustu Reykjavíkurborgar við innflytjendur.
2. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 30. ágúst varðandi endurskoðun á á reglum um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila við trúar- og lífsskoðunarfélög (R13080055).
3. Kynbundinn launamunur. Lögð fram samantekt um kannanir Reykjavíkurborgar 1995-2012, útgefin í júlí 2012. (R13080073).
Bókun mannréttindaráðs:
Niðurstöður nýlegra launakannana leiða í ljós að kynbundinn launamunur er mestur hjá Reykjavíkurborg, en minni hjá öðrum sveitarfélögum. Skýringin á launamuninum virðist helst felast í frekari aukagreiðslum körlum til handa, s.s. yfirvinnugreiðslum og akstursgreiðslum. Borgarráð hefur þegar brugðist við og tekið málið fyrir á þremur fundum sínum. Mannréttindaráð telur óviðunandi að ennþá halli á kvenkyns starfsmenn borgarinnar í launum og ítrekar mikilvægi þess að borgaryfirvöld grípi strax til aðgerða til að uppræta kynbundinn launamun og standi þar með vörð um mannréttindi starfsfólks borgarinnar.
4. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður á Hvolsvelli 27. September nk. Dagskrá fundar lögð fram.
5. Nýr bæklingur með Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem gefinn var út í september lagður fram.
6. Forvarnarstefna Reykjavíkurborgar 2013-2017. Óskað eftir umsögn mannréttindaráðs á tillögu velferðarráðs. Lagt fram bréf frá velferðarsviði dags. 26. ágúst. Mannréttindastjóra falið að vinna að umsögn.
7. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks frá 13. ágúst sl.
Bókun fulltrúa Vinstri grænna og fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þakka fyrir svörin og telja það til mikilla bóta að til standi að úthluta sérstökum ramma til mannréttindaskrifstofu árið 2015. Fulltrúarnir lýsa þó yfir furðu sinni á því að ekki hafi verið úthlutað sérstökum ramma til mannréttindaskrifstofu strax árið vegna ársins 2014, í ljósi ítrekaðra fyrirheita og umræðna á kjörtímabilinu. Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks vilja ítreka enn og aftur mikilvægi þess að fjárhagsáætlun fyrir mannréttindaskrifstofu sé unnin með sama hætti og fjárhagsáætlun hjá öðrum fagsviðum borgarinnar. Þannig má tryggja aðkomu kjörinna fulltrúa í mannréttindaráði að vinnu við fjárhagsáætlun líkt og gerist í öðrum fagráðum.
Fundi slitið kl. 13.10
Margrét K. Sverrisdóttir
Marta Guðjónsdóttir Ingibjörg Stefánsdóttir
Elín Sigurðardóttir Margrét Kristín Blöndal