Mannréttindaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 4. september var haldinn 12. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var opinn samráðsfundur um málefni innflytjenda og haldinn í Austurbæjarskóla og hófst kl. 16.00. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Ellen J. Calmon, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Kjartan Magnússon. Einnig sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar í málefnum innflytjenda og fólks með erlendan bakgrunn: Mouna Nasr og Maria Sastre. Einnig sat fundinn eftirfarandi starfsfólk: Anna Kristinsdóttir og Íris Björk Kristjánsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Sabine Leskopf, formaður mannréttindaráðs heldur ávarp og setur opinn fund mannréttindaráðs sem fram fer undir yfirskriftinni; Hvernig er að vera foreldri af erlendum uppruna í Reykjavík. MSS25010051
Fylgigögn
-
Dagbjört Ásbjörnsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar, og Dröfn Rafnsdóttir, deildarstjóri Miðju máls og læsis, skóla- og frístundasviði, halda ávarp; Móttaka, kennsla og þjónusta við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. MSS25010051
Fylgigögn
-
Oksana Shabatura og Krzysztof Andrzej Osmialowski, Brúarsmiðir Miðju máls og læsis, skóla- og frístundasviði halda ávarp; Upplýsingar og samskipti. MSS25010051
Fylgigögn
-
Fram fara umræður og spurningar gesta. MSS25010051
Fundi slitið kl.18.05
Sabine Leskopf Ellen Jacqueline Calmon
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns
Magnea Gná Jóhannsdóttir Kjartan Magnússon
Friðjón R. Friðjónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 4. september 2025