Mannréttindaráð
Ár 2013, 27. ágúst var haldinn 119. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.24. Fundinn sátu Margrét Kristín Blöndal, Marta Guðjónsdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir fyrir Magnús Þór Gylfason, Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir Margréti Sverrisdóttur,SJÓN, Bjarni Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fjárhagsáætlun 2014 – staða og fjárhagsrammi. Sigurður Páll Óskarsson, fjármálastjóri Ráðhúss kom á fundinn og kynnti. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. júní sl. vegna fjárhagsramma 2014 og bréf frá borgarráði dags. 26. júní með tillögu að rammaúthlutun. (R13010213. Jafnframt lagt fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 2. júlí sl. vegna fjárhagsáætlunar 2014 ásamt tíma- og verkáætlun.
2. Lögð fram tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31.07.2013. „ Make rainbow flag colored crosswalks at important intersections in downtown Reykjavík“.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð vísar tillögunni til Umhverfis- og samgönguráðs.
3. Kynnisferð ráðsins til Hollands rædd.
4. Svar við fyrirspurn fulltrúa VG og fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá síðasta fundi. Frestað til næsta fundar.
5. Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Vinstri Grænna varðandi upphæðir styrkja hjá fagráðum borgarinnar.
Hversu mikið hefur styrkjapottur mannréttindaráðs hækkað frá árinu 2007. Hversu mikið hafa styrkjapottar annarra fagráða hækkað á sama tímabili?
Fundi slitið kl. 13.05
Margrét Kristín Blöndal
Ingibjörg Óðinsdóttir Ingibjörg Stefánsdóttir
Elín Sigurðardóttir SJÓN
Marta Guðjónsdóttir