Mannréttindaráð - Fundur nr. 118

Mannréttindaráð

Ár 2013, 13. ágúst var haldinn 118. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Diljá Ámundadóttir fyrir Margréti Kristínu Blöndal, Marta Guðjónsdóttir, Magnús Þór Gylfason, Bjarni Jónsson, SJÓN og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar upplýsingarit um mannréttindi utangarðfólks sem út kom í júlí síðastliðnum.

2. Lögð fram tillaga og greinargerð sem lögð var fram í borgarráði 25. júlí. (R13060002) varðandi GÆS – kaffihúsverkefni.

3. Kynnisferð ráðsins haustið 2013 rædd.

4. Fundarplan ráðsins haustið 2013 lagt fram.

5. Umræða um kampavínsklúbba í Reykjavík. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjórnar kom á fundinn.

6. Almenn umræða um fordómafull skrif á netinu.

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna og fulltrúa Sjálfstæðisflokks í mannréttindaráði:

Í ljósi bókunar ráðsins frá þeim 5. febrúar sl. um vinnu við fjárhagsáætlun óska fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks eftir upplýsingum um hvort standi til að úthluta mannréttindaskrifstofu sérstökum fjárhagsramma vegna ársins 2014. Fulltrúarnir lýsa yfir furðu sinni á því að ekkert hafi gerst í málinu, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir og umræður á kjörtímabilinu. Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun fyrir næsta ár hjá öllum fagsviðum og fagráðum Reykjavíkurborgar. Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks vilja ítreka mikilvægi þess að fjárhagsáætlun fyrir mannréttindaskrifstofu sé unnin með sama hætti og fjárhagsáætlun hjá öðrum fagsviðum borgarinnar. Þannig má tryggja aðkomu kjörinna fulltrúa í mannréttindaráði að vinnu við fjárhagsáætlun líkt og gerist í öðrum fagráðum borgarinnar.


Fundi slitið kl. 14.04

Margrét K. Sverrisdóttir
Magnús Þór Gylfason Diljá Ámundadóttir
Elín Sigurðardóttir SJÓN
Marta Guðjónsdóttir Bjarni Jónsson