No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2013, 11. júní var haldinn 117. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Marta Guðjónsdóttir, Magnús Þór Gylfason, Bjarni Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Edda Ólafsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Kosning fulltrúa í mannréttindaráð. Marta Guðjónsdóttir tekur sæti Þóreyjar Vilhjálmsdóttur í ráðinu. (R10060077).
2. Fulltrúar frá Rótinni; Kristín I. Pálsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Árdís Þórðardóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, komu á fundinn og kynntu verkefnin framundan.
- Kl. 12:27 tekur Magnús Þór Gylfason sæti á fundinum.
3. Uldis Ozols og Ásta Baldursdóttir frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra komu á fundinn og kynntu verkefnið Líkami minn og tilfinningar sem styrkt var af mannréttindaráði.
4. Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða kom fundinn og rædd var staða utangarðsfólks í Reykjavík.
Bókun mannréttindaráðs:
Alls hefur 111 heimilislausum körlum verið vísað frá Gistiskýlinu vegna plássleysis á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samanborið við 24 allt árið 2012. Mannréttindaráð hvetur eindregið til þess að húsnæðisvandi Gistiskýlisins, sem ætlað er heimilislausum körlum í borginni, verði leystur sem allra fyrst.
- Kl. 13:44 víkur Bjarni Jónsson af fundi.
5. Lögð fram skýrsla með niðurstöðum fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar 2012.
Fundi slitið kl. 14:01
Margrét K. Sverrisdóttir
Magnús Þór Gylfason Margrét Kristín Blöndal
Elín Sigurðardóttir SJÓN
Marta Guðjónsdóttir