Mannréttindaráð - Fundur nr. 116

Mannréttindaráð

Ár 2013, 28. maí var haldinn 116. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Sigurður Eggertsson fyrir Margréti Kristínu Blöndal, Marta Guðjónsdóttir fyrir Þóreyju Vilhjálmsdóttur, Sveinn H. Skúlason fyrir Magnús Þór Gylfason, Bjarni Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Kynntur var rekstur og opnun kaffihússins GÆS og komu þeir aðilar sem koma að rekstrinum í heimsókn á fundinn.

2. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 16. þ.m. varðandi stjórnsýsluúttekt Reykjavíkurborgar (R13040138). Mannréttindaskrifstofu falið að kanna nánar hvað greina skuli og athuga samstarf við önnur fagráð.

3. Lagt fram minnisblað um fyrirhugaða kynnisferð mannréttindaráðs haustið 2013.

4. Edda Ólafsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu kynnti kynjaða fjárhags-og starfsáætlun innan Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 13.23

Margrét K. Sverrisdóttir

Sveinn H. Skúlason Sigurður Eggertsson
Elín Sigurðardóttir Bjarni Jónsson
Marta Guðjónsdóttir SJÓN