No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2013, 14. maí var haldinn 115. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.25. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Diljá Ámundadóttir fyrir Margréti Kristínu Blöndal, Magnús Þór Gylfason, Bjarni Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Ákveðið að Samtök um kvennaathvarf hljóti mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2013.
2. Farið yfir framkvæmd Fjölmenningadags Reykjavíkurborgar 11. maí sl.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð færir starfsfólki mannréttindaskrifstofu, fjölmenningarráði og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að hátíðarhöldum fjölmenningardags, bestu þakkir fyrir þeirra framlag.
3. Halldóra Gunnarsdóttir fór yfir mögulega þátttöku Reykjavíkurborgar í verkefninu öruggar borgir (Safe cities) á vegum UN Women. Mannréttindaráð leggur til að Reykjavíkurborg verði þátttakandi í verkefninu.
4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 8 þ.m. um stofnun Jafnréttiskóla Reykjavíkur ásamt tillögu samþykktri í borgarstjórn 7 þ.m. (R13050027).
Bókun fulltrúa Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna:
Fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í mannréttindaráði fagna stofnun Jafnréttisskóla Reykjavíkur og telja hann hafa mikilvægu hlutverki að gegna við samþættingu og framtíðarmótun jafnréttis í borginni.
Fundi slitið kl. 13:37
Margrét K. Sverrisdóttir
Diljá Ámundadóttir Elín Sigurðardóttir
Bjarni Jónsson Magnús Þór Gylfason