No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2013, 23. apríl var haldinn 114. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.21. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Marta Guðjónsdóttir fyrir Þóreyju Vilhjálmsdóttur, Bjarni Jónsson, Karl Sigurðsson fyrir SJÓN, Margrét Kristín Blöndal og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram áður samþykkt erindisbréf starfshóps um mannréttindi eldri borgara. Samþykkt að breyta skiladegi starfshópsins ásamt smávægilegri breytingu á orðalagi.
- Kl. 12.33 tekur Magnús Þór Gylfason sæti á fundinum.
2. Afgreiðsla styrkumsókna mannréttindaráðs 2013.
Samþykkt að veita eftirfarandi styrki:
• Vinafjölskyldur kr. 750.000,- Vinatengsl á milli erlendra og íslenskra barna.
• Projekt Polska kr. 350.000,- Menningar- og fræðslunámskeið fyrir Íslendinga og Pólverja.
• Listahátíðin list án landamæra kr. 750.000,- til árlegrar listahátíðar.
• Styrktarfélag Alþjóða geðheilbrigðisdagsins kr. 350.000,- Framkvæmd Alþjóða geðheilbrigðisdagsins 10. október 2013.
• Knattspyrnufélagið Valur kr. 300.000,- Samstarfsverkefni Vals, Fálka og Kamps.
• Sigurlaug Hauksdóttir kr. 350.000,- gerð fræðslubæklings um klám og áhrif þess á kynverund ungs fólks.
• Feministafélag Íslands kr. 150.000,- Upplýst umræða.
• Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kr. 250.000,- til útgáfu á tvímála ljóðabók Melittu Urbancic; Vom Rand der Welt – Frá jaðri heims.
• Styrkur vegna 12 vikna jafnréttisverkefnis í 6. og 7. bekk grunnskóla kr. 250.000,-
Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við afgreiðslu umsóknar Styrktarfélags Alþjóða geðheilbrigðisdagsins vegna tengsla við umsækjendur.
3. Ingi Poulsen kynnti skýrslu um ferð mannréttindastjóra og umboðsmanns borgarbúa til Kaupmannahafnar í apríl sl.
- Kl. 13:55 fer Karl Sigurðsson af fundi.
4. Minnisblað um öruggar borgir lagt fram.
5. Jóna Vigdís Kristinsdóttir kynnti skipulag fjölmenningardags Reykjavíkurborgar 11. maí 2013.
Fundi slitið kl. 14.09.
Margrét K. Sverrisdóttir
Marta Guðjónsdóttir Margrét Kristín Blöndal
Elín Sigurðardóttir Bjarni Jónsson
Magnús Þór Gylfason