Mannréttindaráð - Fundur nr. 113

Mannréttindaráð

Ár 2013, 9. apríl var haldinn 113. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Sigurjón B. Sigurðsson, Marta Guðjónsdóttir fyrir Magnús Þór Gylfason, Bjarni Jónsson,
Margrét Kristín Blöndal og Elín Sigurðardóttir.
Jafnframt sátu fundinn Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram endurskoðuð mannréttindastefna Reykjavíkurborgar og hún samþykkt samhljóða.

2. Lögð fram umsögn mannréttindaráðs um umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar og hún samþykkt. Fulltrúi Sjálfsstæðisflokks sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð óskar eftir því að fá endanleg drög að umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar með áorðnum breytingum, aftur til skoðunar áður en hún hefur verið endanlega afgreidd frá borgarráði.

3. Lagt fram yfirlit styrkumsókna. Umsóknir verða afgreiddar á næsta fundi ráðsins.

- Kl.12.39 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.

4. Lögð fram drög að auglýsingu vegna mannréttindaverðlauna Reykjavíkur og mannréttindaverðlauna unga fólksins.


Fundi slitið kl. 12.48

Margrét K. Sverrisdóttir

Marta Guðjónsdóttir Margrét Kristín Blöndal
Hildur Sverrisdóttir SJÓN
Elín Sigurðardóttir Bjarni Jónsson