No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2013, 26. mars var haldinn 112. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Sigurjón B. Sigurðsson, Marta Guðjónsdóttir fyrir Þóreyju Vilhjálmsdóttur, Magnús Þór Gylfason, Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir Bjarna Jónsson, Margrét Kristín Blöndal og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Edda Ólafsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð voru fram drög að breytingum á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og ákveðið að ráðsmenn sendi inn athugasemdir fyrir næsta fund ráðsins.
Frestað.
2. Mannréttindastjóri sagði frá skipulagi ársfundar ICORN sem haldinn verður í Krakow í Póllandi í maí 2013. Ákveðið var að fulltrúi Reykjavíkurbogar á fundinn verði Sigurjón B. Sigurðsson ásamt skjólborgarrithöfundinum Mazen Marouf.
3. Lögð voru fram svör sviða við erindi mannréttindaskrifstofu varðandi mannréttindafulltrúa og starfshlutfall þeirra. Mannréttindastjóra falið að kynna málið fyrir sviðsstjórum og óska eftir tilnefningum og starfshlutfalli. (R-13010122)
4. Lögð fram umsögn um umhverfis og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. ( R-10090140)
Frestað.
5. Rætt var um fyrirhugaða kynnisferð mannréttindaráðs haustið 2013.
Fundi slitið kl. 13.45
Margrét K. Sverrisdóttir
Marta Guðjónsdóttir Margrét Kristín Blöndal
Magnús Þór Gylfason SJÓN
Elín Sigurðardóttir Ingibjörg Stefánsdóttir