Mannréttindaráð
Ár 2013, 12. mars var haldinn 111. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét Kristín Blöndal, Sigurjón B. Sigurðsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir Margréti Sverrisdóttur, Bjarni Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Rætt var um fyrirkomulag mannréttindaverðlauna 2013. Ákveðið var að auglýsa eftir tilnefningum í apríl og hafa umsóknarfrest til og með 1. maí.
- Kl. 12.30 tekur Magnús Þór Gylfason sæti á fundinum.
2. Lagt var fram yfirlit yfir mætingu fulltrúa í mannréttindaráði árið 2012 og fram til 26. febrúar 2013.
3. Bæklingurinn „Kynlegar tölur 2013, konur og karlar í Reykjavík“ lagður fram til kynningar.
4. Lagt fram minnisblað um fund vegna Safe Cities og ráðstefnunnar Cities Against Poverty sem haldin var í Dublin 20.-21. febrúar 2013.
5. Lögð fram tillaga frá Betri Reykjavík frá 28.02.2013: Gott strætókerfi er jafnréttismál.
Bókun mannréttindaráðs:
Tillögunni vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.
6. Ingi B. Poulsen nýráðinn umboðsmaður borgara kynnti nýtt embætti.
Fundi slitið kl. 14.00
Margrét Kristín Blöndal
Magnús Þór Gylfason SJÓN
Elín Sigurðardóttir Ingibjörg Stefánsdóttir
Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson