Mannréttindaráð - Fundur nr. 110

Mannréttindaráð

Ár 2013, 26. febrúar var haldinn 110. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Sigurjón B. Sigurðsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir fyrir Magnús Þór Gylfason, Ingibjörg Stefánsdóttir fyrir Bjarna Jónsson, Margrét Kristín Blöndal og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lögð var f ram tillaga frá Betri Reykjavík dags. 31.01.2013 – Að borgarráð viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum.

Bókun mannréttindaráðs:
Tillögunni er vísað til borgarráðs. Mannréttindaráð telur jákvætt að borgarbúar láti sig mannréttindi varða og hvetji Reykjavík til aðgerða á því sviði.

2. Lagt fram erindi frá skrifstofu borgarstjóra dags.7. þm. – Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna varðandi trúarsamtök, styrki og þjónustusamninga. Erindinu vísað til afgreiðslu mannréttindaskrifstofu. ( R13010250).

3. Rætt um skipulag fjölmenningardags Reykjavíkurborgar 11. maí 2013.

4. Lögð fram til kynningar verk- og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2014 og fimm ára áætlunar 2014-2018.

5. Fulltrúar fjölmenningarráðs Reykjavíkur; Juan Estrada, Harald Schaller, Tung Phuong Vu, Jessica A. Vanderveen og Josephine Wanjiru komu á fundinn og sögðu frá verkefnum sínum fram til þessa og því sem er framundan.

- Kl.13:40 fer Þórey Vilhjálmsdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 13.57

Margrét K. Sverrisdóttir

Margrét Kristín Blöndal Ingibjörg Óðinsdóttir
SJÓN Elín Sigurðardóttir
Ingibjörg Stefánsdóttir