Mannréttindaráð - Fundur nr. 11

Mannréttindaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 28. ágúst var haldinn 11. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var vinnufundur og haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 13.02. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Guðný Maja Riba, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Kjartan Magnússon. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Ingólfur Már Magnússon, Katarzyna Kubiś, Lilja Sveinsdóttir og Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir. Einnig sat fundinn eftirfarandi starfsfólk: Valgerður Jónsdóttir og Bragi Bergsson. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning velferðarsviðs á erindisbréfi dags. 12. ágúst 2025, um starfshóp um framtíðarfyrirkomulag akstursþjónustu við fatlað fólk og aldrað fólk í Reykjavík MSS25070080

    Katrín Harpa Ásgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Yfirvofandi breytingar á rekstri almenningssamgangna kalla á heildstæða skoðun á akstursþjónustu við fatlað fólk og aldraða. Mannréttindaráð fagnar því að meta skuli núverandi þjónustu, greina þarfir ólíkra hópa og skoða hvort tækifæri til samlegðar séu í þjónustu og rekstri, bæði innan borgarinnar og í samstarfi við önnur sveitarfélög. Mannréttindaráð telur mikilvægt að starfshópurinn hafi hliðsjón af aðgengi notenda að þjónustu og getu þeirra til að nýta sér hana, sem og að unnið verði í nánu samráði við hagsmunasamtök fatlaðra og eldri borgara um mótun tillagna. Sérstaklega þarf að tryggja að sjónarmið notenda, aðstandenda og starfsfólks komi fram í vinnunni og að framtíðarfyrirkomulag tryggi samfellu og gæði þjónustunnar þegar rekstri almenningssamgangna verður breytt. Ráðið óskar jafnframt eftir að vera upplýst um framgang vinnunnar og niðurstöður.

    -    Kl. 13.17 tekur Magnea Gná Jóhannsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 22. ágúst 2025, um stöðu aðgerða í aðgerðaráætlun aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. MSS22010199

    -    Kl. 14.27 víkja af fundinum eftirtaldir fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks og starfsfólk: Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Ingólfur Már Magnússon,Katarzyna Kubiś, Lilja Sveinsdóttir og Bragi Bergsson.

    -    Kl. 14.28 víkur Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns af fundinum og Tinna Helgadóttir tekur sæti.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. ágúst 2025, um starfsáætlun mannréttindaráðs 2025 -2026. 
    Samþykkt. MSS23040118
     

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 13. ágúst 2025, um yfirlit yfir ferðir mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu janúar – ágúst 2025. MSS22120013 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs dags.15. ágúst 2025, við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands um Betri borg fyrir börn, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttindaráðs frá 12. júní 2025. MSS25060053

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um mál á dagskrá:

    Lagt er til að mannréttindaráð óski eftir kynningu á fund ráðsins á aðgengismálum á Veðurstofureit og verklag vegna aðgengismála í nýjum hverfum.

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Frestað. MSS25080085

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins um mál á dagskrá:

    Lagt er til að mannréttindaráð óski eftir kynningu á fund ráðsins á aðgengi í bílastæðahúsum og stefnu borgarinnar um bílastæði fyrir hreyfihamlaða í mannréttindaráði.

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Frestað. MSS25080086
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.14.40

Sabine Leskopf Guðný Maja Riba

Tinna Helgadóttir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Magnea Gná Jóhannsdóttir Kjartan Magnússon

Friðjón R. Friðjónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 28. ágúst 2025