Mannréttindaráð - Fundur nr. 11

Mannréttindaráð

MANNRÉTTINDANEFND

Ár 2007, miðvikudaginn 17. janúar, hélt mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar, 11. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Marsibil J. Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sat fundinn Þórhildur Líndal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Úthlutun styrkja mannréttindanefndar 2007.
Lögð fram tillaga um afgreiðslu, dags. 17. janúar 2007.
Tillagan var samþykkt samhljóða. Nefndin sá sér ekki fært að styrkja aðrar umsóknir en þær sem fram koma í tillögunni.
Samþykkt var að vísa umsókn Mannréttindaskrifstofu Íslands um styrk, að fjárhæð kr. 2.000.000, til afgreiðslu borgarráðs. Mannréttindaráðgjafa falið að útbúa drög að umsögn sem fylgi umsókninni fyrir næsta nefndarfund.

2. Jafnréttismál.
Lagt fram minnisblað frá mannréttindaráðgjafa um jafnréttismál, dags. 17. þ.m.
Nefndin óskaði eftir að fyrirspurn hennar til Nýsköpunarsjóðs námsmanna, dags. 26. okt. 2006, m.a. um kynjaskiptingu í umsóknum til sjóðsins síðustu tvö ár, yrði ítrekuð.

3. Framkvæmdaáætlun mannréttindamála, sbr. gr. 11.5. í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Umræður um vinnulag og verkferli.

4. Málefni fatlaðra.
María Rúnarsdóttir frá Velferðarsviði mætti á fundinn og gerði grein fyrir helstu verkefnum sem Velferðarsviðið fer með í málefnum fatlaðra.
Nefndin óskaði eftir upplýsingum frá Velferðarsviði um lengd biðlista eftir liðveislu fatlaðra, miðað við hverfaskiptingu borgarinnar.

5. Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna:
Í kjölfar uppsagna nokkurra sviðsstjóra og annarra háttsettra starfsmanna innan borgarinnar óska fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir gögnum um kynjaskiptingu umsækjenda í lausar sviðsstjórastöður á vegum borgarinnar, nýja stöðu mannréttindaráðgjafa, skipulagsfulltrúa, borgarbókara, forstöðumanns innri endurskoðunar, borgarritara, fjárhagsáætlunarfulltrúa og annarra starfsmanna í æðstu stöður borgarinnar. Svo og kynjaskiptingu þeirra sem þegar hafa verið ráðnir og kynjaskiptingu þeirra starfsmanna sem hafa sagt upp. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vilja með þessu hafa stöðugt eftirlit með þeim hröðu breytingum sem eru að verða á stjórnendum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár verið áberandi í að jafna hlut kynjanna í æðstu embættisstörfum og mikilvægt að nýjar ráðningar miðist við að kynjahlutaföll stjórnenda haldist sem jöfnust eins og segir í nýrri mannréttindastefnu.

Fundi slitið kl. 14.00
Marsibil J. Sæmundardóttir
Sif Sigfúsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Sóley Tómasdóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir