Mannréttindaráð - Fundur nr. 108

Mannréttindaráð

Ár 2013, 22. janúar var haldinn 108. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Diljá Ámundadóttir fyrir Sigurjón B. Sigurðsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Bjarni Jónsson, Margrét Kristín Blöndal og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Dr. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir kynnti doktorsverkefni sitt um útvíkkun jafnréttishugtaksins „From Gender Only to Equality for All.“

- Kl. 12.37 tekur Magnús Þór Gylfason sæti á fundinum.

2. Lagt fram bréf frá ÍTR dags. 16. þ.m. varðandi starf mannréttindafulltrúa á sviðum.

3. Tilnefnt var í starfshóp um mannréttindi eldri borgara.

Frá Samfylkingu: Guðrún Ögmundsdóttir
Frá Besta flokknum: Margrét Kristín Blöndal
Frá Vinstri grænum: Þorleifur Gunnlaugsson
Frá Sjálfstæðiflokki: Ingibjörg Óðinsdóttir

4. Lögð fram tillaga sem vísað var frá skrifstofu borgarstjórnar 25.04.2012 „Vinna fyrir ungt fólk af erlendum uppruna.“ (R12040077).

Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindastefna Reykjavíkur kveður á um í áttunda kafla stefnunnar að ekki megi mismuna einstaklingum vegna uppruna. Við ráðningar í störf hjá Reykjavíkurborg er þess sérstaklega gætt að slíkt sé ekki viðhaft. Aðgengi að störfum ungs fólks af erlendum uppruna hjá Reykjavíkurborg á því að vera það sama og fyrir annað ungt fólk á öllum starfsstöðum borgarinnar. Ef einstaklingur telur á sér brotið, hvort sem er við ráðningar eða þjónustu á vegum borgarinnar vegna uppruna síns, er slíkt brot á mannréttindastefnu borgarinnar og ber að tilkynna tafarlaust til mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 13.31

Margrét K. Sverrisdóttir

Þórey Vilhjálmsdóttir Diljá Ámundadóttir
Magnús Þór Gylfason Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir Margrét Kristín Blöndal